fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Nesti unglings skiptir fólki í fylkingar – Er þetta of mikill matur?

DV Matur
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk móðir hefur skipt fólki í fylkingar eftir að hún deildi mynd af skólanesti sonar síns. Konan vildi með þessu sýna hvað sonur hennar borðar yfir daginn, en hann er 17 ára. Hún segir að hann „hætti aldrei að borða.“

„Innihald nestisbox stækkandi drengs fyrir einn skóladag. Ég gæti sett meira þar sem hann hættir ALDREI að borða!“ Skrifaði konan með myndinni. News. au greinir frá.

Hún segir að drengurinn sé mjög virkur og æfir íþróttir. Á myndinni má sjá tvær samlokur, þrjú múslístykki, tvær litlar möffins, poka af vínberjum, tvo banana, gúrku, þrjú epli, poka af tómötum, gulrætur, lítinn poka af hnetum og þrjár gerðir af ostasnarli.

„Hann borðar eitthvað af þessu í rútunni á leiðinni í skólann og hann borðar afganga eftir skólann þegar hann er að gera heimavinnuna sína,“ segir hún.

Of mikið eða passlegt?

Myndin vakti mikla athygli og þá sérstaklega fyrir nestismagninu.

„Heilbrigðir valkostir en þetta er rosalega mikill matur. Strákurinn greinilega hættir aldrei að hreyfa sig,“ skrifaði einn netverji.

„Þetta er allt of mikið,“ skrifaði annar.

„Þetta væri nestið hjá mínum í heila viku,“ skrifaði ein kona.

„Hann borðar meira en ég geri í tvo daga,“ skrifaði önnur.

Þekkja þetta

Aðrir foreldrar skrifuðu við færsluna og sögðust pakka svipuðu magni af nesti fyrir sína unglinga.

„Ég á þrjá stækkandi unglingsstráka sem æfa íþróttir, ég þekki þetta. Þeir hafa endalausa matarlyst,“ skrifaði ein móðir.

„Þeir sem eru hneykslaðir yfir magninu eiga greinilega ekki unglingsdrengi sem hreyfa sig,“ skrifaði önnur móðir.

Hvað segja lesendur, er þetta of mikill matur eða passlegt fyrir unglingsstrák?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa