fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar tvo banana á dag

DV Matur
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bananar eru sætir á bragðið og auðvelt að grípa þá með sér sem snarl á ferðinni. Vefsíðan Bright Side hefur tekið saman kosti þess að borða tvo banana á dag, en það getur haft mjög góð áhrif á heilsuna.

1. Þrýstingur í slagæðum lagast

Bananar lækka blóðþrýsting, einkum vegna þess að þeir innihalda um 420 milligrömm af kalíum.

 

2. Aukakíló á bak og burt

Bananar eru trefjaríkir og því fylla þeir magann vel. Þeir innihalda einnig sterkju sem minnkar matarlyst og lækkar blóðsykurinn.

3. Minnkar líkur á blóðleysi

Blóðleysi veldur þreytu og mæðu. Í banönunum er mikið járn sem eykur framleiðslu rauðra blóðfruma, en ástæða blóðleysis er fækkun rauðra blóðfruma. Þá er einnig vítamínið B6 í banönunum, en það kemur lagi á glúkósastig líkamans.

4. Meltingin í lag

Það er auðvelt að melta banana og valda ekki pirringi í þörmum. Fyrrnefnd sterkja er einnig mjög góð fyrir þarmaflóruna. Fólk með magabólgu eða sem er haldið brjóstsviða má borða banana, sem og fólk með niðurgang. Bananar nefnilega hjálpa til við að endurheimta steinefnin sem tapast úr líkamanum.

5. Minna stress

Bananar bæta skapið. Í þeim er trýptófan sem er nauðsynlegt svo líkamar okkar geti tekið á móti hamingjuhormóninu serótónín. Að meðaltali eru um 27 milligrömm af magnesíum í einum banana en það er steinefnið sem hjálpar okkur að sofa vel og bætir geð.

6. Nóg af vítamínum

Eins og áður segir eru bananar stútfullir af vítamíninu B6 og í einum banana er um fimmtungar af B6 sem meðalmanneskja þarf yfir daginn. Þetta hjálpar líkamanum að framleiða insúlín, blóðrauðu og amínósýrur, sem eru nauðsynlegar við myndun helbrigðra fruma. Bananar innihalda um 15% af ráðlögðum dagskrammti af C vítamíni, mikilvægu andoxunarefni.

7. Meiri orka

Kalíumið í banönum verndar vöðva fyrir krömpum og sjá kolvetnin til þess að efla orku fyrir erfiðar æfingar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“