fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Matur

Hættu að sofna yfir sjónvarpinu – Þú getur fitnað!

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum með slæmar fréttir. Að sofna yfir sjónvarpinu er hugsanlega ástæðan fyrir því að þú sért að fitna.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í JAMA Internal Medicine. Samkvæmt rannsókninni þá getur að sofa með gervi ljós (e. artificial light), eins og Friends í sjónvarpinu, leitt til þyngdaraukningar.

Rannsóknin var aðeins framkvæmd á konum og því er ekki hægt að álykta að þetta hafi sömu áhrif á karlmenn.

Rannsakendur frá NIEHS spurðu 43,722 konur hvort þær sofa með ekkert ljós, lítið náttljós, ljós fyrir utan herbergið eða ljós frá sjónvarpinu.

Síðan skoðuðu rannsakendur svör kvenna og báru saman við önnur gögn, eins og breytingar á þyngd kvennanna, ummál þeirra um mjaðmir og mitti, og BMI stuðull.

Það sem kom í ljós var að konurnar sem sváfu með kveikt á sjónvarpinu voru 17 prósent líklegri til að þyngjast yfir fimm ára tímabil, um fimm kíló.

NIEHS segir að það skiptir máli hvers konar og hversu mikið ljós það er. Lítil náttljós höfðu engin áhrif, en eiginlega allt annað var vandamál. Að sofna með kveikt ljós eða sofna yfir sjónvarpinu er ekki gott fyrir þig eða líkama þinn.

„Þessi rannsókn er sú fyrsta til að finna tengingu á milli birtu frá gerviljósi á næturnar á meðan fólk sefur og þyngdaraukningu kvenna,“ segir í rannsókninni. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að slökkva á öllum ljósum fyrir svefn gæti minnkað líkurnar á offitu kvenna.“

Þetta er málið: Lítill og lélegur svefn getur stuðlað að þyngdaraukningu. Slæmar svefnvenjur auka matarlyst og sykurlöngun, auk þess að hægja á meltingunni. Svo birta, eins og birta frá raftækjum, minnka gæði svefns. Birtan dregur úr framleiðslu svefnhormónsins melótónin.

Sumir segja að góður og reglulegur svefn sé álíka jafn mikilvægur og hollt matarræði og hreyfing.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum

Dæmdur glæpamaður segir hollt mataræði hafa breytt lífi hans – Vinsæll á samfélagsmiðlum
Matur
Fyrir 1 viku

Drukkin kona pantaði svo furðulegan Subway-bát að starfsmaðurinn tók mynd

Drukkin kona pantaði svo furðulegan Subway-bát að starfsmaðurinn tók mynd
Matur
Fyrir 3 vikum

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um franskar
Matur
Fyrir 3 vikum

Ég fór á ketómataræðið í 14 daga og þetta er það sem gerðist

Ég fór á ketómataræðið í 14 daga og þetta er það sem gerðist