fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Bjarni töframaður hefur misst 20 kg á þremur mánuðum: „Sykur er eitt versta fíkniefni vestræna heimsins“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. júlí 2019 16:00

Til vinstri: Bjarni í maí. Til hægri: Bjarni í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Baldvinsson, eða Bjarni töframaður eins og hann er betur þekktur, hefur misst 20 kg á þremur mánuðum. Það hefur hann gert með því að hætta að borða sykur og kolvetni.

Bjarni fylgir ketó-mataræðinu sem hefur orðið sífellt vinsælla meðal landsmanna síðustu mánuði. Mataræðið snýst um að borða hátt hlutfall fitu og lítil sem engin kolvetni.

Bjarni segir að það hafi verið „ógeðslega erfitt“ að hætta að borða kolvetni og sykur. „Veistu hvað er mikið af dótaríi sem er gott sem er búið til úr kolvetnum. Það er allt bara,“ segir Bjarni í samtali við DV.

Hann segir það þó ekki erfitt í dag, þremur mánuðum eftir að hann byrjaði ketó ævintýrið. „Ég fæ alveg svona löngun inn á milli, eins og mig langi í pítsu. En ég bý þá til pítsur á annan máta og þær eru ekkert síðri.“

Prófað ýmislegt

Bjarni hefur prófað ýmisleg til að léttast í gegnum tíðina. Hann var glútenlaus um tímabil og gekk það mjög vel.

„Ég léttist alveg heilan helling og mér leið mun betur. En svo um leið og ég slakaði aðeins á þá komu öll kílóin aftur. Það kemur ógeðslega fljótt til baka. Þannig að ég ákvað að prófa aftur núna og fara á ketó,“ segir Bjarni.

Bjarni hefur misst 20 kg á þremur mánuðum.

Líður betur

Bjarni kynnti sér ketó, las sér til um mataræðið og horfði á myndbönd á YouTube. „Þetta gengur mikið út á það að borða mikið af fitu, minna af próteini og örlítið af grænmeti með. Og ef maður nær að hafa þetta í jafnvægi nokkuð stöðugt þá ætti maður að finna áhrifin af þessu,“ segir Bjarni og heldur áfram.

„Fyrst fær maður svokallaða ketó-flensu, manni líður voða illa og verður veikur. Og maður verður mjög óskýr í hausnum, allt verður helmingi erfiðara og erfitt að hugsa. Svo allt í einu byrjar maður að sjá fyrstu kílóin hverfa. Maður verður skarpari og hefur meiri athygli og einbeitingu. Það fara alls konar kvillar í burtu. Ég mátti til dæmis ekki borða mjólkurvörur áður en ég fór á ketó. Ef ég borðaði mjólkurvörur þá var það skákmót með páfanum heilu kvöldin. Núna í dag get ég borðað ost, heila pítsu úr osti og það er í lagi.“

Bjarni leggur líka áherslu á neikvæðu áhrif sykurs.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að sykur er eitt versta fíkniefni vestræna heimsins. Þetta er í öllu. Þú ferð út í búð og kaupir þér kjúkling sem er búið að sprauta með sykurvatni svo hann sé þyngri. Hvað er í gangi,“ segir Bjarni.

Leyfir sér aldrei

Bjarni segir að nú þegar hann er að vinna í því að ná þyngdinni niður sé hann alveg harður á mataræðinu og leyfir sér þá aldrei kolvetni eða sykur.

„Ég elda voða mikið frá grunni en það eru rosalega margir skyndibitastaðir farnir að vera mjög ketóvænir og tilbúnir að teygja sig í áttina að þessu,“ segir Bjarni.

„Ketó er það vinsælt á Íslandi að Krispy Kreme er að fara á hausinn,“ segir Bjarni og hlær.

Ketó pítsabotn Bjarna

Grunnurinn er hugmynd sem heitir fat head pítsabotn en Bjarni breytti henni aðeins. Hann notar: Mozzarella ost, beikon smurost, möndlumjöl, oregano, hvítlauksduft, eplaedik, egg og svo þegar maður er búinn að hnoða þetta saman þá fer þetta inn í ofn í fimmtán mínútur og svo tekur maður þetta út og setur á sósu og álegg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa