fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
Matur

Fær KFC stjörnu frá Michelin? – Telur að öll skilyrðin séu uppfyllt

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 24. júní 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar um er að ræða veitingastaði með Michelin stjörnur þá ímynda sér líklegast flestir mjög fágaðan og fínan veitingastað. Ástalski kokkurinn Sam Edelman horfir þó framhjá því.

Hann er yfirmaðurinn á KFC stað í Alice Springs í norðurhluta Ástralíu. Hann vill að KFC verði meira en bara skyndibitastaður.

KFC staðurinn hans er einn sá afskekktasti af öllum KFC stöðunum. Sam segir að þrátt fyrir það ferðist fólk um þúsundir kílómetra til að borða á staðnum.

Í samtali við Metro.co.uk sagði hann að það væri tími til kominn að staðurinn yrði þekktur sem meira en bara skyndibitastaður.

„Við fáum daglega sendingu af ferskum kjúkling sem er síðan undirbúinn handgert af kokkunum okkar. Það er ákveðin hæfni innifalin í því.“

Sam hefur unnið hjá keðjunni í næstum 20 ár en nú vill hann taka staðinn sinn upp á næsta stig. Hans markmið er að fá stjórnendur Michelin leiðarvísisins til að taka eftir staðnum sem raunhæfum möguleika á að fá Michelin stjörnu.

Þar sem Michelin leiðarvísirinn er ekki gefinn út í Ástralíu hefur kokkurinn tekið upp á því að vekja athygli Michelin með öðrum leiðum. Hann bjó til Facebook hóp sem heitir „Kentucky Fried Chicken deserves a Michelin star.“ og vonast eftir því að vekja þannig athygli Michelin.

Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla svo veitingastaður geti fengið stjörnu frá Michelin. Til að fá eina stjörnu þarf veitingastaðurinn að vera mjög góður veitingastaður í sínum flokki. 

Til að fá tvær stjörnur þarf að vera afbragðs eldamennska á staðnum auk þess sem það sé þess virði að fara krókaleið til að komast þangað.

Til að fá þrjár stjörnur þarf veitingastaðurinn að vera með framúrskarandi mat og það þarf að vera þess virði að gera sér sérstaka ferð þangað.

Sam Edelman er sannfærður um að KFC staðurinn sinn uppfylli skilyrðin fyrir þrjár stjörnur.

Hugmyndin um að sækjast eftir stjörnunum kom til hans þegar hann var að horfa á þáttinn Street Foods á Netflix. Í þeim þáttum er fjallað um götusala í Bangkok sem er með Michelin stjörnu. 

„Fram að því hafði ég alltaf hugsað um Michelin stjörnuna sem toppinn á fínu borðhaldi, veitingastaðurinn þyrfti að vera með fínan vínlista og mikilfenglega upplifun á matnum.“

Eftir þáttinn sá Sam auglýsingu frá KFC og þá datt honum þetta allt saman í hug.

„Ef götusali í Bangkok getur fengið Michelin stjörnu, af hverju getum við það þá ekki líka“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

True stelur senunni
Matur
Fyrir 6 dögum

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“

„Þeir sem voru að hafa áhyggjur af brotthvarfi Krispy Kreme geta núna andað léttar“
Matur
Fyrir 1 viku

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“

Draumur Öldu Villiljóss rætist: „Ég er óendanlega þakklátt fyrir allan stuðninginn!“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“

Ketó kanilsnúðar Bjarna töframanns: „Næstum því besta ketó snarl sem ég hef búið til“
Matur
Fyrir 1 viku

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“

Ketó nammið sem svalar sykurþörfinni: „Þetta er Snickers og Bounty í einum bita“
Matur
Fyrir 2 vikum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum

Nautnaseggir athugið: Dásamleg brúnkaka með karamellu og saltkringlum
Matur
Fyrir 2 vikum

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn

Skotheldur prótein kaffisjeik til að byrja daginn
Matur
Fyrir 2 vikum

Byrjaði að baka í kjallaranum – Rekur í dag sitt eigið bakarí og kökubúð: „Það hefur verið mikil vinna að komast hingað“

Byrjaði að baka í kjallaranum – Rekur í dag sitt eigið bakarí og kökubúð: „Það hefur verið mikil vinna að komast hingað“
Matur
Fyrir 2 vikum

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?

Er kolsýrt vatn slæmt fyrir tennurnar?