fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Halle Berry ljóstrar upp hvernig hún hefur náð að vera á ketó svona lengi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. maí 2019 19:51

Halle Berry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Halle Berry hefur verið á ketó mataræðinu um árabil og hefur deilt ýmsum ráðum með fylgjendum sínum á Instagram. Á föstudögum tekur hún höndum saman með þjálfara sínum, Peter Lee Thomas, og tala þau um ýmislegt sem tengist heilsu og næringu í sögu hennar á Instagram.

Halle talaði mikið um ketó mataræðið í sögu sinni síðasta föstudag, meðal annars um hvernig hún hefur náð að vera á því svona lengi.

„Mér finnst mjög mikilvægt að svindla,“ sagði hún og hélt áfram. „Stundum þarf maður bara að borða það sem maður vill. Þú þarft að svala matarþránni og þá geturðu snúið aftur betri og sterkari.“

Þá talaði hún einnig um hvernig hún byrjaði á ketó en sagði jafnframt að það væri mjög persónubundið hvernig fólk tileinkar sér ákveðið mataræði. Halle dýfði sér bara strax í mataræðið af fullum krafti.

„Það er persónuleikinn minn. Ég dýfi mér bara í hlutina og tækla þá. Þannig er ég,“ sagði hún. Leikkonan sagði þá leið ekki henta öllum og mældi með því að fólk taki sér tíma ef það er ekki sannfært um ágæti ketó mataræðisins.

„Fikrið ykkur áfram hægt og rólega og sjáið hvort þessi lífsstíll hentar ykkur,“ sagði hún í Instagram-spjallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“