fbpx
Mánudagur 27.mars 2023
Matur

Dásamlegur parmesan- og sítrónukjúklingur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 17:30

Yndislegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn er kominn enn á ný og því fannst okkur tilvalið að deila dásamlegri uppskrift að kjúklingarétti sem hressir, bætir og kætir í skammdeginu.

Parmesan- og sítrónukjúklingur

Hráefni:

½ bolli hveiti
¾ bolli parmesan, rifinn
1 tsk. hvítlaukskrydd
börkur af ½ sítrónu
salt og pipar
3 kjúklingabringur
2 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 bollar spínat
1 bolli rjómi
2/3 bolli kjúklingasoð
1 sítróna
¼ bolli ferskt basil, skorið þunnt

Aðferð:

Blandið hveiti, ¼ bolla af parmesan, hvítlaukskryddi og sítrónuberki saman í djúpum disk. Saltið og piprið og blandið saman. Dýfið kjúklingabringunum í blönduna þar til þær eru huldar í hveitinu. Setjið til hliðar. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið kjúkling i pönnuna og steikið í 6 mínútur á hvorri hlið. Takið úr pönnunni og setjið til hliðar. Lækkið hitann og setjið smjör á pönnuna. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútu. Setjið spínat saman við og eldið í 1 til 2 mínútur. Bætið kjúklingasoði, rjóma og restinni af parmesan ostinum saman við og saltið og piprið. Hrærið vel. Skerið sítrónu í sneiðar og setjið þær í pönnuna. Látið malla þar til sósan þykknar aðeins. Setjið kjúklinginn aftur í pönnuna og látið malla þar til hann er eldaður í gegn, eða í 5 til 6 mínútur. Takið af hitanum og skreytið með basil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FókusMatur
Fyrir 1 viku

Ætlar að gera kökupinna fyrir fermingarveisluna sína

Ætlar að gera kökupinna fyrir fermingarveisluna sína
Matur
Fyrir 2 vikum

Falinn demantur í hraunbreiðunni við Bláa Lónið

Falinn demantur í hraunbreiðunni við Bláa Lónið
Matur
Fyrir 3 vikum

Girnilegur og ofurhollur grautur með skemmtilegu tvisti

Girnilegur og ofurhollur grautur með skemmtilegu tvisti
Matur
Fyrir 3 vikum

Boðið upp á ævintýralegan matseðil með ítölsku ívafi á nýstárlegan hátt

Boðið upp á ævintýralegan matseðil með ítölsku ívafi á nýstárlegan hátt
Matur
Fyrir 3 vikum

Ómótstæðilega ljúffengt nauta-carpaccio töfrað fram á augabragði

Ómótstæðilega ljúffengt nauta-carpaccio töfrað fram á augabragði
Matur
26.02.2023

Ljúffengur og bráðhollur bláberjahafragrautur úr smiðju Lindu Ben

Ljúffengur og bráðhollur bláberjahafragrautur úr smiðju Lindu Ben
Matur
23.02.2023

Bænda-dögurður að hætti Maríu Gomez – Spælegg á foccaccia brauð með salati og kryddjurtum

Bænda-dögurður að hætti Maríu Gomez – Spælegg á foccaccia brauð með salati og kryddjurtum
Matur
21.02.2023

Þessir veitingastaðir taka þátt í átakinu Út að borða með börnin

Þessir veitingastaðir taka þátt í átakinu Út að borða með börnin