fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Dásamlegur parmesan- og sítrónukjúklingur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veturinn er kominn enn á ný og því fannst okkur tilvalið að deila dásamlegri uppskrift að kjúklingarétti sem hressir, bætir og kætir í skammdeginu.

Parmesan- og sítrónukjúklingur

Hráefni:

½ bolli hveiti
¾ bolli parmesan, rifinn
1 tsk. hvítlaukskrydd
börkur af ½ sítrónu
salt og pipar
3 kjúklingabringur
2 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 bollar spínat
1 bolli rjómi
2/3 bolli kjúklingasoð
1 sítróna
¼ bolli ferskt basil, skorið þunnt

Aðferð:

Blandið hveiti, ¼ bolla af parmesan, hvítlaukskryddi og sítrónuberki saman í djúpum disk. Saltið og piprið og blandið saman. Dýfið kjúklingabringunum í blönduna þar til þær eru huldar í hveitinu. Setjið til hliðar. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið kjúkling i pönnuna og steikið í 6 mínútur á hvorri hlið. Takið úr pönnunni og setjið til hliðar. Lækkið hitann og setjið smjör á pönnuna. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútu. Setjið spínat saman við og eldið í 1 til 2 mínútur. Bætið kjúklingasoði, rjóma og restinni af parmesan ostinum saman við og saltið og piprið. Hrærið vel. Skerið sítrónu í sneiðar og setjið þær í pönnuna. Látið malla þar til sósan þykknar aðeins. Setjið kjúklinginn aftur í pönnuna og látið malla þar til hann er eldaður í gegn, eða í 5 til 6 mínútur. Takið af hitanum og skreytið með basil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“