fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Matur

Áhugakokkur fær útreið: Sakaður um hatursglæp – „Hvernig í andskotanum ert þú ekki dauð?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 8. febrúar 2019 08:00

Carol hefði kannski frekar viljað lenda í Gordon Ramsay.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn af vinsælustu hópunum á Facebook meðal þeirra sem hafa áhuga á mat er Rate My Plate, eða gefðu disknum mínum einkunn. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta vettvangur fyrir fólk til að birta myndir af matnum sínum og spyrja netverja hvað þeim finnist.

Athugasemdirnar eru oft í anda stjörnukokksins Gordons Ramsay, sem er frægur fyrir ljótt orðbragð, en ekkert gat búið meðliminn Carol C undir þá útreið sem hún fékk þegar hún birti mynd af morgunmatnum sínum sem samanstóð af beikoni, eggjum og baunum.

Rúmlega tvö hundruð þúsund athugasemdir hafa verið skrifaðar við færsluna, flestar afar ljótar. Þá hefur færslunni verið deilt rúmlega 21 þúsund sinnum.

„Ó Guð. Það er eins og beikonið hafi verið sett í rifjárn, eggin sett á diskinn með skrúfjárni og baunirnar líta út fyrir að þurfa hlýtt teppi og tebolla. Þetta er ekki leiðin til að nota mat,“ skrifar einn meðlimur.

„Eldaði hún beikonið í handarkrikanum?“ spyr einn, á meðan annar lýsir þessu sem „hatursglæp á disk.“

Þá vísar einn meðlimur í kvikmyndina Birdbox, þar sem aðalsöguhetjurnar eru með bundið fyrir augun, og veltir því fyrir sér hvort Carol hafi eldað þetta blindandi.

„Eina sem er fulleldað er Carol,“ skrifar svo annar meðlimur. Aðrir fara jafnvel lengra og velta fyrir sér hvort Carol hafi eldað matinn í þvottavél eða á milli rasskinnanna.

„Carol, hvernig í andskotanum ert þú ekki dauð?“ bætir annar við.

Sumar athugasemdirnar eru talsvert grófari og geta áhugasamir lesið þær með því að smella á myndina hér fyrir ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Svona lítur hinn fullkomni diskur út að mati næringarfræðings

Svona lítur hinn fullkomni diskur út að mati næringarfræðings
Matur
Fyrir 2 vikum

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó

Þú trúir ekki að þessir snúðar séu ketó
Matur
Fyrir 2 vikum

Nýi bubblustaðurinn sem fræga fólkið mun elska

Nýi bubblustaðurinn sem fræga fólkið mun elska
Matur
Fyrir 2 vikum

Heiftarleg slagsmál fyrir utan veitingastað: Heimtaði endurgreiðslu og reif í andlitsgrímu starfsmanns

Heiftarleg slagsmál fyrir utan veitingastað: Heimtaði endurgreiðslu og reif í andlitsgrímu starfsmanns
Matur
Fyrir 3 vikum

Allt brjálað yfir hvernig Kylie Jenner skar mæðradagskökuna

Allt brjálað yfir hvernig Kylie Jenner skar mæðradagskökuna
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Frosti á venjulegum degi

Þetta borðar Frosti á venjulegum degi
FókusMatur
01.05.2020

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum
FókusMatur
01.05.2020

Þetta borðar Laddi á venjulegum degi

Þetta borðar Laddi á venjulegum degi