fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Matur

Ketó-nammi fyrir Valentínusardaginn – Heimagert Reese’s Pieces: „Love is in the air“

Ketóhornið
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 11:00

Gómsætt nammi frá Höllu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppáhaldsnammið mitt áður en ég byrjaði á ketó var Reese’s Pieces, en það er ekkert mál aðgera sitt eigið. Í því eru aðeins fjögur hráefni – sykurlaust súkkulaði, kókosolía, lífrænt hnetusmjör (ég notaði frá Rapunzel) og kókoshveiti.

Nammi, namm.

Við þurfum líka sílíkon bökunarform. Ég vildi endilega nota hjartalaga form vegna væntanlegt Valentínusardags, en það fann ég ekki á landinu þrátt fyrir mikla leit. Ég pantaði það að lokum á netinu enda er ég fáránlega einbeitt þegar ég ákveð eitthvað.

Dásamleg hjörtu.

Ketó Reese’s Pieces

Hráefni:

220 g sykurlaust súkkulaði
1/2 bolli kókosolía
1/2 bolli lífrænt hnetusmjör
2 msk. kókoshveiti

Hráefnin.

Aðferð:

Bræða saman súkkulaði og kókosolíu, en ég notaði örbylgjuofn. Gott að hafa súkkulaðið í íláti sem gott er að hella úr. Hella súkkulaði í sirka 1/3 af forminu. Kæla í frysti í 15 mínútur, eða þar til hart. Á meðan blöndum við saman hnetusmjöri og kókoshveiti. Deilum því svo jafnt í formin. Frystum aftur í 15 mínútur. Þá fer restin af súkkulaðibráðinni í formin og fryst í 20-30 mínútur. Geymist í lofþéttu boxi í kæli eða frysti og njótið með þeim sem þið elskið. Bara 2 grömm kolvetni í hverjum bita. Love is in the air.

Hnetusmjörið sett í.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég verð mjög virk á nýju ári. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival