fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 2. desember 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkviliðið í Ammon í Idaho í Bandaríkjunum fékk býsna óvenjulegt útkall á veitingastað á dögunum. Hópur ungmenna hafði komið á veitingastaðinn Chick-fil-A þegar ein stúlka í hópnum, hin sextán ára Addison Trent, féllst á að framkvæma áskorun eftir þrýsting frá vinum sínum.

Áskorunin var á þá leið að Addison átti að troða sér ofan í barnastól á veitingastaðnum. Ekki vildi betur til en svo að hún sat pikkföst í stólnum og báru ítrekaðar tilraunir vina hennar og starfsmanna til að losa hana engan árangur.

Því var brugðið á það ráð að hringja á slökkviliðið og það var ekki fyrr en liðsmenn þess komu á staðinn að þeim tókst að losa stúlkuna.

„Hún var nokkuð hress þegar við komum en virtist þó vera dálítið vandræðaleg. Vinir hennar voru líka á fullu að taka myndir fyrir Snapchat og Instagram – eins og unglingar gera,“ segir Jesse Williams, fulltrúi slökkviliðsins í Ammon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“