fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Ketó brauðbomba: „Eins og fermingarveisla í munni“

Ketóhornið
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 15:00

Halla býður upp á girnilegan rétt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ég með algjört gúmmelaði sem varð til alveg óvart í tilraunaeldhúsi Höllu BB – Brauðbomba, brjálæðislega góð.

Mig vantaði bara eitthvað gott til að hafa með í vinnuna einn daginn og henti þá mínútubrauði í örbylgjuna og hrærði svo salatinu mínu góða saman við. Smá ost og paprikukrydd yfir og úr varð þessi líka ljómandi góða brauðbomba sem er eins og fermingaveisla í munni.

Ég útfærði svo uppskriftina svo ég gæti deilt gleðinni með fjölskyldunni en þá hentar hún í meðalstórt brauðfat. Þetta tekur enga stund og er ofureinfalt, við fílum það.

Ljúffengur réttur.

Brauðbomba

Brauð – Hráefni:

½ bolli fínt möndlumjöl
1/3 bolli gróft möndlumjöl (eða bara venjulegt)
1 msk. husk
¼ tsk. salt
2 tsk. lyftiduft
¼ bolli bráðið smjör
4 egg

Aðferð:

Hræra öllu saman í grunnri skál og baka í fjórar til fimm mínútur í örbygljuofni. Rífa brauðið svo niður í eldfast mót.

Gúmmulaði.

Önnur hráefni:

sveppasmurostur
1 dós af aspas
grænmetisteningur
1 bréf skinka, smátt skorin
rifinn ostur
paprikukrydd

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Bræða saman sveppasmurost og safa af einni dós af aspas ásamt einum grænmetistening. Hræra skinku saman við. Dreifa þessu yfir brauðið og setja síðan rifinn ost og paprikukrydd ofan á. Baka þar til fallega brúnt og stökkt. Sturlað gott!

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“