fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Matur

„Ég borðaði eins og Kate Middleton í viku og það var erfitt“

DV Matur
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 21:30

Katrín hertogaynja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn Mikhaila Friel hjá Insider fjallar mikið um konungborið fólk og ákvað nýverið að prófa að fylgja mataræði hertogaynjunnar Kate Middleton í heila viku. Mikhaila skrifar um þessa tilraun sína á vef Insider.

Hafragrautur góð breyting

Mikhaila byrjaði fyrsta daginn á að fá sér hafragraut með perum í morgunmat, en Kate Middleton byrjar hvern dag á að fá sér hafragraut.

„Ég verð að vera hreinskilin og segja frá því að ég er ekki manneskja sem legg mikla vinnu í morgunmat. Vanalega fæ ég mér bara skál af því morgunkorni sem er til og renni í gegnum tölvupósta á meðan ég borða,“ skrifar Mikhaila. Hún segir að það hafi verið gott að breyta morgunmatarvenjunum þó hún sé ekki jafn upptekin og Kate.

„Þessi breyting varð til þess að mér fannst ég orkumeiri yfir vikuna. Ég náði að halda mig við hafragraut í morgunmat á hverjum degi og bætti mismunandi ávöxtum við grautinn í hvert sinn,“ skrifar hún.

Hafragrauturinn kom sterkur inn.

Grænn safi ekki málið

Í grein Mikhailu kemur fram að Kate Middleton borði mikið hráfæði og því ákvað Mikhaila að borða eina skál af ferskum ávöxtum eða grænmeti á degi hverjum. Mangó, kíví, granatepli, bláber, jarðarber, greip og appelsínur urðu oft fyrir valinu. Ástæðan fyrir ást Kate á hráfæði eru áhrif mataræðisins á húðina samkvæmt einhverjum sérfræðingum. Mikhaila tók einmitt eftir því að húð hennar var heilbrigðari á Middleton-mataræðinu.

Samkvæmt vefsíðunni Delish elskar Kate Middleton vatnsmelónusala. Mikhaila bjó því til vatnsmelónusalat úr vatnsmelónum, agúrku, tómötum, papriku, geitaosti og káli. Það varð fljótt að uppáhaldi í hádegismat. Það var hins vegar eitt og annað sem Mikhaila átti erfitt með og meðal þess var grænn safi sem inniheldur agúrku, avókadó, spínat, engifer og eplasafa. Líkt og hertogynjan Meghan Markle er Kate afar hrifin af grænum safa, oftast í morgunmat.

„Ég veit að grænn safi á að vera mjög hollur en ég gat ekki einu sinni klárað hálfan drykkinn,“ skrifar Mikhaila.

Of miklar öfgar

Svo var komið að bragðsterkum, indverskum karríréttum sem Kate Middleton er afar hrifin af þó eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, þoli ekki sterkan mat. Mikhaila fór á veitingastað í London fyrsta daginn á mataræðinu til að fá sér grænt karrí.

„Eftir að borða létta og milda fæðu allan daginn var mikið sjokk fyrir kerfið að smakka eitthvað svona bragðsterkt. Ég veit að þeir segja að lykillinn að góðri heilsu sé jafnvægi í mataræði en þetta voru of miklar öfgar fyrir mig,“ skrifar hún og bætir við að hún hafi einungis klárað hálfan réttinn. Mikhaila borðaði aðeins einn annan karrírétt þessa viku en þá eldaði hún hann sjálf og passaði að hann væri mildur.

Sushi-ið var Mikhailu að skapi.

Síðasta máltíð hennar á mataræðinu var sushi sem fór vel í magann. Á heildina litið er Mikhaila ánægð með vikuna þó hún hafi ekki náð að fylgja mataræði hertogaynjunnar nákvæmlega eftir.

„Ég var örlítið vonsvikin að ná ekki að borða mikið af uppáhaldsréttum Kate Middleton, eins og grænum safa eða karrí. Hins vegar voru máltíðirnar sem ég borðaði mjög einfaldar í undirbúningi og ég var orkumikil og endurnærð alla vikuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa