Miðvikudagur 11.desember 2019
Matur

Karitas varpaði sprengju á Twitter – „Ég er svo orðlaus yfir þessu“

DV Matur
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðskáldið Karítas M. Bjarkadóttir varpaði sprengju á Twitter í gær. Hún sagði íslenskar pönnukökur vera „bragðlaust papparusl.“

Það er óhætt að segja að tíst Karítasar hafi farið fyrir brjóstið á fólki.

„Ég er svo móðgaður,“ segir Tommi á Twitter.

„Ég vissi ekki einu sinni að ég hafði sterkar skoðanir á íslenskum pönnukökum en ég tók andköf við að lesa þetta tweet hahaha,“ skrifar Sigrún nokkur.

Atli Viðar segir: „Þetta er hands down heitasta take-ið á íslenska twitter fyrr og síðar“

Karítas útskýrði mál sitt frekar og sagði skonsur og lummur vera í sama flokki og íslenskar pönnukökur.

„Ég hef smakkað fullt af pönnukökum því fólk neyðir mann alltaf til þess en ég stend við mitt. Hef sömu skoðun á skonsum og lummum og þetta er bara take-ið krakkar mínir.“

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar tjáði sig um þetta á Twitter og sagðist ekki vera tilbúinn í þetta.

Hér að neðan má sjá meira af viðbrögðum við tísti Karítasar.

Hvað segja lesendur um íslenskar pönnukökur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar
Matur
Fyrir 1 viku

Í sjokki þegar hann sá hvað stóð á kvittuninni frá skyndibitastaðnum

Í sjokki þegar hann sá hvað stóð á kvittuninni frá skyndibitastaðnum
Matur
Fyrir 3 vikum

Alvarlegar ásakanir á hendur McDonald‘s – Lág laun og kynferðislegt ofbeldi

Alvarlegar ásakanir á hendur McDonald‘s – Lág laun og kynferðislegt ofbeldi
Matur
Fyrir 4 vikum

Íslendingar óðir í matartips Þorgeirs – „Mér fannst ég vera alveg nógu feitur fyrir“

Íslendingar óðir í matartips Þorgeirs – „Mér fannst ég vera alveg nógu feitur fyrir“