fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Matur

Saga Royal-búðingsins – Fortíðarþrá í íslensku þjóðarsálinni: „Fyrsti „maturinn“ sem krakkarnir læra að elda“

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Royal-búðingur er sennilega sá eftirréttur sem fylgt hefur þjóðinni hvað lengst. Upphaf búðingsins hér á landi má rekja til breskra togarasjómanna sem sigldu um íslensk mið.

Mynd: Eyþór Árnason

„Agnar Ludvigsson er fyrirtækið á bak við Royal,“ segir Sigurður F. Kristjánsson, verkstjóri John Lindsey, heildsölunnar sem keypti fyrirtækið Agnar Ludvigsson fyrir tveimur áratugum. „Þetta var bresk heildsala sem sá aðallega um að sinna bresku togurunum. Framleiðsla á Royal-búðingi hófst hér á landi 1954 og fagnar því 65 ára afmæli sínu í ár. Upphaflega framleiðslan var í verksmiðju við Nýlendugötu en við erum nú komin í nýtt húsnæði að Klettagörðum. Það var í raun fyrir sakir gjaldeyrishafta að framleiðslan hófst hér á landi því á þessu tímabili gekk erfiðlega að fá vörur hingað til lands. Það var því auðveldara að flytja inn vélar og sjá um framleiðsluna hér heima. Í kjölfarið var ráðist í þessa framkvæmd, allt svo bresku togarasjómennirnir lifðu af hér á miðunum okkar – og við höfum notið þess síðan.“

Sigurður F. Kristjánsson, verkstjóri John Lindsey. Mynd: Eyþór Árnason

Karamellan sigurstranglegust
Sigurður er sem fyrr segir verksmiðjustjóri Lindsey en hann sér jafnframt um innkaup og framleiðslu á búðingnum.

„Ég fann það um leið og ég opnaði hér dyrnar fyrir tólf árum að hér átti ég heima. Ég bara vissi að þetta starf steinlá. Andinn var góður og Royal-búðingurinn er svo sterkur í vitundinni, sem krakki var maður mikill aðdáandi. Þetta er, eins og ég segi alltaf, fyrsti „maturinn“ sem krakkarnir læra að elda.“

Mynd: Eyþór Árnason

Sjálfur sér Sigurður til þess að lagerinn sé ávallt sneisafullur en hann gæðaprófar sömuleiðis framleiðsluna og segir að þar skipti nákvæm vinnubrögð sköpum enda þekkja neytendur vöruna afar vel.

„Bragðið hefur haldist óbreytt í öll þessi á en bragðtegundum hefur fækkað um eina. Upphaflega voru þær fimm; karamella, súkkulaði, vanillu, jarðarberja og sítrónu en sú síðastnefnda hélt ekki velli,“ segir Sigðurður og útilokar um leið ekki að fleiri bragðtegundir muni líta dagsins ljós. „Karamellan hefur í gegnum árin alltaf verið sigurstranglegasta bragðtegundin en súkkulaðið fylgir fast á hæla henni. En hver veit hvort við verðum djörf og komum með fleiri bragðtegundir í náinni framtíð, það er aldrei að vita. Staðreyndin er samt sú að fólk heldur tryggð við þessa vörur og Íslendingar vilja hafa Royal-búðinginn sinn alveg eins og hann hefur alltaf verið.“

Mynd: Eyþór Árnason

Óbreyttar umbúðir
Athygli vekur að umbúðirnar hafa jafnframt haldist óbreyttar frá upphafi.

„Já, umbúðirnar eru ekki síður mikilvægur partur, en þær hafa verið eins síðan á sjötta áratugnum og framkalla óneitanlega ákveðna fortíðarþrá í íslensku þjóðarsálinni.

Samnefnt lyftiduft sömuleiðis búið til í verksmiðjunni. Starfsfólkið pakkar duftinu í pökkunum inn eftir kúnstarinnar reglum en dósirnar eru fluttar inn.
Mynd: Eyþór Árnason

Mér finnst alltaf jafn gaman þegar nýútskrifaðir, grafískir hönnuðir koma og skoða þetta og segja svo: „nei, þessu má alls ekki breyta“. Það er skemmtilegt og sennilega ein af ástæðum þess að þetta heldur sér enn. Fólk er jafnframt að nota útlit umbúðanna í ýmiss konar listaverk og við höfum fengið sendar myndir af bæði teikningum og annari list sem sprottið hefur frá Royal. Einu sinni fengum við mynd frá konu sem hafði gert jólatré úr umbúðunum heima hjá sér. Það er verið að nota þetta í alls konar listsköpun og það er frábært, en það er akkúrat það að þetta er svo sterkt vörumerki í höfðinu á okkur og ekkert nema heiður að fá að njóta þess.“

Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
30.06.2020

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat
Matur
27.06.2020

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr
Matur
23.06.2020

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.
Matur
22.06.2020

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði
Matur
08.06.2020

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði
Matur
01.06.2020

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara