fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Alvarlegar ásakanir á hendur McDonald‘s – Lág laun og kynferðislegt ofbeldi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 17:30

Honum fannst of mikið að gera hjá McDonald's.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg spjót standa nú á McDonald‘s skyndibitakeðjunni í Bandaríkjunum, Bretlandi og mörgum öðrum löndum. Starfsfólk mótmælir lágum launum og í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa komið fram alvarlegar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi.

Ásaknir um kynferðislegt ofbeldi hafa áður komið fram en blossuðu upp á nýjan leik nýlega þegar Steve Easterbrook, forstjóri fyrirtækisins, var rekinn fyrir að eiga í „óviðeigandi“ sambandi við undirmanns inn. Eastbrook hefur viðurkennt að hafa gert mistök en rétt er að hafa í huga að hann er ekki sakaður um kynferðisofbeldi.

Málið er nú notað sem nokkurskonar stökkbretti af hópi starfsmanna McDonald‘s í Michigan. Þeir hafa höfðað mál á hendur fyrirtækinu fyrir að stöðva ekki útbreitt kynferðisofbeldi á veitingahúsum keðjunnar um allan heim. Í stefnunni kemur fram að McDonald‘s hafi ekki neina stefnu um hvernig á að stöðva kynferðislega áreitni og ofbeldi og að yfirmönnum sé ekki kennt hvernig eigi að koma í veg fyrir slíkt. Einnig kemur fram að fyrirtækið ráðist á starfsmenn sem kvarta undan kynferðisofbeldi. Á síðustu þremur árum hafa starfsmenn McDonald‘s í Bandaríkjunum höfðað um 50 svipuð mál.

Starfsmennirnir í Michigan krefjast 5 milljóna dollara í bætur segir í umfjöllun New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“