Leikkonan Jennifer Garner er mikil matmanneskja og hefur birt ófá myndböndin og myndirnar á Instagram þar sem hún sést sinna þessari annarri ástríðu sinni.
Jennifer er greinilega að reyna að smita út frá sér því fyrir stuttu bað hún sjö ára gamlan son sinn, Samuel, að merkja kryddkrukkurnar sínar. Samuel greip tækifærið og Jennifer hrósaði sigri, hugsanlega aðeins of snemma.
Eins og sést á mynd sem Jennifer deilir á Instagram tók Samuel upp á því að gefa kryddunum fyndin nöfn, í anda húmors sjö ára gamals barns. Okkur á matarvefnum finnst fyndnasta nafnið án efa Rosefart, eða rósaprump, en það er kryddið rósmarín sem á heima í þeirri krukku.
https://www.instagram.com/p/B3PwbiOjJ1C/