fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Yfirvöld í New York banna foie gras

DV Matur
Fimmtudaginn 31. október 2019 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í New York hafa samþykkt frumvarp þess efnis að veitingastöðum og verslunum verði bannað að selja foie gras-lifrarkæfu.

Þessum tíðindum fagna dýravinir enda þykir framleiðsluaðferðin mjög umdeild. Kæfan er framleidd með því að þvinga fæðu ofan í gæsir og endur – afleiðingin er sú að lifrin í þeim stækkar mjög. Oft er notað rör til að þvinga fæðuna ofan í dýrin. Þeir sem gagnrýnt hafa aðferðina segja að verið sé að pynta dýrin en framleiðendur segja að dýrin kveljist ekki.

Ekki er búist við öðru en að Bill de Blasio, borgarstjóri New York, muni skrifa undir frumvarpið sem mun að óbreyttu taka gildi árið 2022.

Yfirvöld í Kaliforníu bönnuðu fois gras árið 2012 og yfirvöld í Chicago árið 2006 – þó bannið hafi verið afnumið þar tveimur árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum