fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Jón Gnarr hefur verið vegan í tvö ár – „Ánægjulegt að enginn þurfi að deyja svo ég verði almennilega saddur“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. október 2019 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr prófaði fyrst að gerast vegan fyrir um ári síðan. Hann segir þetta fyrst og fremst hafa verið heilsufarstilraun en tilhugsunin um að enginn hafi þurft að deyja fyrir matinn hans sé ánægjuleg. Jón talaði um sína reynslu af veganisma í færslu á Facebook í dag.

„Fyrir um ári síðan (ég er reyndar með skert minni og tímaskyn) prófaði ég að gerast vegan, það er að segja ég borða hvorki dýr né dýraafurðir. Á ensku útleggst þetta sem Plant based diet. Þetta var heilsufarstilraun, fyrst og fremst en mér finnst óneitanlega líka ánægjulegt að enginn þurfi að deyja svo ég verði almennilega saddur. Svo er þetta náttúrlega frábært framtak til umhverfismála.“

Jón segir að árangurinn af þessu hafi verið góður en hann er búinn að léttast töluvert eftir að hann byrjaði á þessu fæði.

„Ég hef misst um 15 kg og mátti alveg við því. Blóðgildi eru öll miklu betri, blóðfita og allskonar sem ég skil ekki. Bara topnæs.“

„Sulla einhverju saman í sjeik“

Jón segir þetta vera að mestu leiti skemmtilegt og segir framboðið af vegan mat vera mikið í bæði búðum og á veitingastöðum

„Ég er líka svo mikill frummaður að þegar lítið er framboðið ét ég bara grænar baunir eða banana eða jafnvel brauð með engu. Eða sulla einhverju saman í sjeik.“

Hann hefur samt lent í því að borða eitthvað sem var ekki alveg laust við allar dýraafurðir.

„Það hefur gerst í tvö eða þrjú skipti að ég hef étið eitthvað sem var ekki alveg vegan, en þannig er það bara.“

„Algjörlega sama þótt fólk borði kjöt“

Jón segist vera sáttur við vegan lífstílinn, hann hyggst halda honum áfram enda sér hann enga ástæðu til að hætta. Jón kippir sér ekkert upp við það að aðrir borði kjöt en á heimilinu eru ekki allir vegan.

„Sonur minn er ekki vegan og ekki hundurinn heldur. Mér finnst gaman að hitta aðra vegana og auðvitað er það þannig að því fleiri sem þau eru því meira verður framboðið. En mér er algjörlega sama þótt fólk borði kjöt. Þeir sem sjá ástæðu til að pósta einhverjum yfirlýsingum eða myndum af sínu eigin kjötáti, alltaf þegar ég tjái mig um veganismann, mega bara eiga sig. Líka konan sem sendi mér gildishlaðið augnaráð í krónunni um daginn þar sem ég var að kaupa kjúkling handa syni mínum og blóðmör handa hundinum. Live and Let Live!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“