fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Svona getur þú sparað fúlgur fjár í matargerðinni heima– Klók ráð frá íslenskum bragðarefum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. október 2019 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið var stofnaður hópur á Facebook þar sem Íslendingar deila sparnaðarráðum. Markmið hópsins er að fólk deili reynslu sinni og hjálpað öðrum að spara pening. „Allir eru að spara fyrir einhverju. Hvort sem það er utanlandsferð, bíll, fyrstu íbúðakaup eða hvað eina,“ segir í lýsingu hópsins.

Telma nokkur spurði nýverið hvort fólki hefði nokkur ráð til að spara pening við matargerð. „Við erum alltaf að reyna að elda ódýrt, en samt holt og gott,  svo mér finnst pínu erfitt að finna uppskriftir eða hugmyndir sem falla undir allt þetta. Hafið þið hugmyndir?,“ spurði Telma.

Svörin stóðu ekki á sér. „Maður þarf bara að vera nógu ófeiminn við að gera úr afgöngum, taka allt grænmeti til dæmis og afgang af kjúklingi, steikja á pönnu, hella dass af rjóma og afgangsosti (piparosti til dæmis) og pasta út á í rest: komin full panna af kjúklingapasta. Og eitt sem við höfum náð að spara með er að gera matseðil og reyna að nýta, til dæmis kjúklingur á mánudegi, að hafa pasta eða taco daginn eftir og nýta afgangskjúlla í það,“ skrifaði Herdís nokkur.

Margrét nokkur segir ódýrast að sleppa milliliðnum. „Ég kaupi fisk af sjómanni og kjöt af bónda, mjög mikill sparnaður í því. Fiskurinn kostar þá 666 krónur per máltíð (svo er meðlæti auðvitað aukalega) og það er oftast afgangur sem nýtist í hádegismat eða í afgangakvöldmat (höfum þannig 1-2 sinnum í viku, þá er bara hlaðborð af afgöngum). Oft auglýst á brask og brall eða bland, myndi reyna að nýta þannig,“ skrifar hún.

Baunir er málið

Ein kona segir gáfulegt að drýgja mat með baunum. „Þegar ég elda hakk eins og fyrir t.d. pítur eða tortillur þá blanda ég dós af nýrnabaunum eða svörtum baunum út í. Það nánast tvöfaldar magnið af mat og dósin er á hundrað kall,“ segir hún. Önnur kona tekur undir og skrifar: „Að elda mat með baunir sem prótein er líka ódýrt og mjög hollt“.

Helga nokkur er á sama máli. „Grænmetisréttir eru mjög ódýrir og ef settar eru baunir ùt í eru þeir enn meiri fylling. Krydd eru einnig gull í mínum augum, smá byrjunarkostnaður en endist vel og lengi og gerir flest allt svo miklu betra og skemmtilegra. Mæli sérstaklega með að kaupa krydd í Costco og asísku búðunun. Mun meira magn fyrir miklu lægra verð. Er einnig dugleg að kaupa krydd þegar ég er í útlöndum,“ skrifar hún.

Kjöt getur verið ódýrt

Ásgeir nokkur segir hægeldun gefa af sér bæði góðan og ódýran mat. „Það er fáránlega gott (og mettandi) að kaupa ódýrt súpukjöt, skera í minni bita og henda í hægeldun (slow- eða rice-cooker) með smá vatni þegar maður fer á fætur. Leyfir því að malla yfir daginn og kemur heim í hollan, feitan og góðan rétt,“ skrifar hann.

Eygló nokkur segir að það sé hægt að kaupa ódýrt kjöt. „Elda lifur, hjörtu og svið. Hrossa- og foldaldakjöt er almennt ódýrara en annað kjöt. Taka slátur. Skipta út kjöti fyrir baunir t.d. í Mexíkórétti og ýmsa svona kássurétti. Endalausir möguleikar,“ skrifar hún.

Maður einn stingur upp á nokkuð óvenjulegu kjöt. „Selkjöt er ábyggilega ódýrasta kjöt sem hægt er að hafa í matinn,“ skrifar hann.

Hér má sjá þennan sniðuga hóp á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa