fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Matur

Vildi köku með mynd af Mariah Carey – Það sem hún fékk kom henni í opna skjöldu: „Þeir misskildu það“

Fókus
Mánudaginn 17. júní 2019 22:15

Mariah Carey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marie Curie er ein merkasta kona mannkynssögunnar. Hún var fyrsta konan til að vinna Nóbelsverðlaun, en þau hlaut hún fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni. Hún uppgötvaði radíum og pólóníum og lagði sitt á vogarskálarnar í baráttunni gegn krabbameini.

Það væri því ekkert sérstaklega skrýtið ef einhver myndi panta afmælisköku með mynd af Marie Curie á, en ein kona í Englandi fékk slíka köku algjörlega óumbeðið.

„Frænka mín í Englandi sagði vinnufélögunum að hún vildi afmælisköku með mynd af Mariah Carey. Þeir misskildu það og þetta er kakan sem þeir gáfu henni í staðinn. Þetta er Marie Curie, í stuði,“ skrifar rithöfundurinn Harriet Lye á Twitter.

Mariah Carey er, eins og margir vita, heimsfræg söngkona sem hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum. Hún hefur náð mjög langt á sínu sviði, líkt og Marie Curie gerði forðum. Það er líklegast það eina sem þær stöllur eiga sameiginlegt, en misskilningurinn með kökuna er bráðfyndinn samt sem áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum