fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Matur

Fullkomið kvöldsnarl sem rennur ljúflega niður

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 8. apríl 2019 17:30

Svo gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dásamlegt að luma á góðu kvöldsnarli, en við rákumst á uppskrift að þessu einfalda og góða snarli á bloggsíðunni Pickled Plum. Virkilega gómsætt.

Kjúklingabaunir í Sriracha-sósu

Hráefni:

1 dós kjúklingabaunir (425 g)
2 msk. Sriracha-sósa
2 msk. sojasósa
2 msk. hunang
1 msk. hrísgrjóanedik
½ tsk. sesamolía

Nammi namm.

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Setjið öll hráefni nema kjúklingabaunir í skál og blandið vel saman. Setjið sósuna og baunirnar í pott og náið upp suðu. Látið malla í 1 mínútu, slökkvið á hitanum og látið sitja í pottinum í 30 mínútur. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið blönduna á plötuna og dreifið úr baununum. Steikið í ofni í 13 mínútur og kíkið reglulega á snarlið til að passa að það brenni ekki. Snúið baununum við og steikið í 5 mínútur til vioðbótar. Setjið í skál og látið kólna áður en þið gúffið í ykkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum