fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Táningnum brá þegar hann opnaði súkkulaðipokann: „Ég hélt fyrst að þetta væri hrekkur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 7. apríl 2019 22:38

Greyið Ethan litli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ethan Thomas er fjórtán ára gamall og lenti í fremur óþægilegri reynslu fyrir stuttu þegar hann ætlaði að gæða sér á súkkulaðieggjum frá Cadbury. Í pokanum með eggjunum var nefnilega dúkahnífur.

Óhugnalegt.

„Ég hugsaði: Guð minn góður, þetta er dúkahnífur“

Michael Thomas segir í samtali við Mirror að hann hafi fengið áfall þegar hann sá dúkahnífinn en sem betur fer skar sig enginn á heimilinu á honum. Eiginkona Michaels, Amanda, keypti súkkulaðieggin fyrir drenginn í verlsuninni Aldi en Ethan opnaði pokann þegar að heim var komið, að sögn foreldranna. Michael segir Ethan hafa spurt föður sinn hvað þetta væri og dregið upp dúkahnífinn.

„Ég hugsaði: Guð minn góður, þetta er dúkahnífur. Ég hélt fyrst að þetta væri hrekkur,“ segir Michael.

Gamall hnífur

Pokinn með vasahnífnum var keyptur um miðbik janúar og síðan þá hefur Michael verið í tölvupóstsamskiptum við starfsmenn Mondelez, fyrirtækisins sem framleiðir eggin. Hann segir Mondelez hafa kennt öðru fyrirtæki um sem sér um að pakka vörunni.

Michael telur að númerið sé starfsmannanúmer.

„Þeir kenna pökkunaraðila um og taka ábyrgð í tölvupósti en gefa mér engar skýringar á hvernig svona getur gerst. Hvað sem pökkunaraðila skiptir þá heyrir þetta undir vörumerkið Cadbury. Ég veit ekki hvort þetta var gert með illum ásetningi. Þetta var gamall hnífur með númer grafið í eina hliðina sem lítur út eins og starfsmannanúmer. Þeir nota hátæknibúnað. Hvernig kemst hnífur í poka af súkkulaði án þess að neinn taki eftir því?“ spyr Michael.

Andavaka af áhyggjum

Amanda hélt fyrst um sinn að hnífurinn hefði verið settur í pokann í óheillvænlegum tilgangi. Hún hugsaði strax um Novichok-árásina í fyrra þar sem fyrrverandi njósnari frá Rússlandi var drepinn, en fjölskyldan býr í Salisbury þar sem árásin átti sér stað.

Fjölskyldan á góðri stundu.

„Konan mín var andvaka með áhyggjur að hnífurinn væri eitraður,“ segir Michael. Honum finnst Mondelez ekki hafa tekið vel á málinu og blöskraði þegar að þjónustufulltrúi bað um að fá hnífinn sendan í pósti.

„Ég set ekki eggvopn í póst. Þau meðhöndluðu málið eins og ég hefði fundið hár í súkkulaðinu mínu,“ segir Michael og bætir við að sendill hafi loks sótt hnífinn. Þá bauðst Mondelez til að senda gjafakörfu til fjölskyldunnar. Michael afþakkaði það. Þá bauðst fyrirtækið til að gefa pening til góðgerðarmála að þeirra vali og það þáði fjölskyldan. Svo fór að Mondelez gaf tíu þúsund pund til tækjakaupa á sjúkrahúsinu í Salisbury.

Ekki það sem maður býst við að fá í súkkulaðipoka.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa