fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Matur

Ekkert hveiti og ekkert smjör: Þessar súkkulaðikökur eru dúndur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smákökubakstur þarf ekki að einskorðast við jólin og því kynnum við þessar hveiti- og smjörlausu smákökur sem eru gjörsamlega geggjaðar.

Súkkulaðikökur

Hráefni:

2½ bolli flórsykur
¾ bolli kakó
¼ tsk. salt
4 eggjahvítur
½ tsk. vanilludropar
1½ bolli súkkulaðibitar (eða grófsaxað súkkulaði)

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Smyrjið smjörpappírinn létt eða spreyið hann með bökunarspreyi. Blandið flórsykri, kakói og salti saman í skál. Bætið eggjahvítum og vanilludropum saman við og blandið síðan súkkulaðinu saman við með sleif eða sleikju. Hvílið deigið við stofuhita í 20 mínútur. Takið ykkur skeið í hönd og búið til hringlaga kökur á ofnplöturnar með góðu millibili. Bakið í 10 til 12 mínútur. Leyfið að kólna í nokkrar mínútur og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“