fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Matur

„Einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt“ á vel við í þessu tilviki

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 17:00

Einfalt og ómótstæðilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einfaldar smákökur með dásamlegum glassúr. Gerist það eitthvað betra?

Hlynsírópssmákökur

Kökur – Hráefni:

225 g mjúkt smjör
1/4 bolli sykur
3 msk. maíssterkja
1 tsk. hlynsíróp
1 3/4 bolli hveiti

Glassúr – Hráefni:

3/4 bolli + 1 msk. flórsykur
1/3 bolli hlynsíróp

Aðferð:

Setjið smjör, sykur, maíssterkju og síróp í skál og þeytið vel. Bætið hveitinu varlega saman við á meðan þið hrærið. Kælið deigið í um klukkustund. Hitið ofninn í 160°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Fletjið deigið út á borðfleti með smá hveiti og skerið út kökur. Bakið í 10 til 14 mínútur og leyfið kökunum að kólna alveg. Blandið hráefnum í glassúr vel saman og dreifið honum síðan yfir kökurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun