fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Jimmy Carr um þorramat: „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 21. janúar 2019 12:30

Jimmy Carr er einn vinsælasti grínisti heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski grínistinn Jimmy Carr sækir Ísland heim næstu helgi og heldur uppistand bæði á Akureyri og í Reykjavík. Félagarnir í Harmageddon á X-inu slógu á þráðinn til Jimmys í morgun og þótt ótrúlegt megi virðast var mikið rætt um mat og drykk.

Jimmy var með uppistand á Íslandi síðast árið 2015 og var hæstánægður með þá heimsókn.

„Ég held að ég hafi orðið mjög, mjög fullur síðast. Ég fór út og fékk mér nokkra drykki og fékk mér síðan nokkra drykki í viðbót. Það er mín tilfinning að það sé erfitt að verða ekki fullur á Íslandi,“ segir Jimmy í meðfylgjandi hljóðbroti og bætir við að Íslendingar hafi verið mjög vinalegir.

„Þeir leyfðu mér ekki að fara heim af djamminu alveg strax.“

Þá segir Jimmy að honum hafi verið boðinn þorramatur síðast, nánar til tekið svið og hákarl.

„Ég fékk mér ekkert af því. Ég held að þessi matur sé bara fyrir ferðamenn, til að vinsa út þá sem eru auðtrúa áður en drykkjan hefst,“ segir Jimmy og Frosti bætir við að hann myndi ekki borða þorramat þó hann fengi milljón dollara fyrir.

„Tja, fyrir milljón dollara. Þá er annað uppi á teningnum,“ segir Jimmy. „Það er fátt sem ég myndi ekki setja upp í mig fyrir milljón dollara.“

Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan, en það byrjar í kringum 20. mínútu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa