fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Alfreð hringir inn jólin með þessu góðgæti: „Áður en maður veit af er pokinn búinn“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 09:30

Alfreð og möndlurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snapparinn og grillkóngurinn Alfreð Fannar Björnsson er lesendum matarvefsins vel kunnugur en hann er þekktur sem Alli-tralli á Snapchat og BBQ kóngurinn á Instagram. Alfreð ákvað að láta draum rætast á dögunum og bjó til brenndar möndlur á grillinu heima, líkt og brenndu möndlurnar sem eru svo lokkandi á jólamörkuðum.

„Hver hefur ekki lent í því að vera á jólamarkaði og finna þvílíkt góða lykt? Svo finnur maður hvaðan lyktin kemur og þá er einhver að hræra í potti sem er fullur af möndlum og sykri. Maður kaupir einn poka og áður en maður veit af er pokinn búinn,“ segir Alfreð og hlær. Hann sér ekki eftir því að hafa gert möndlurnar heima á grillinu, en vert er að taka fram að einnig er hægt að nota eldavélina til möndlugerðar.

„Lyktin á pallinum var unaðsleg.“

Við getum auðvitað ekki sleppt Alfreð áður en hann gefur okkur uppskrift að ekta brenndum möndlum – góðgætið sem hringir inn jólin.

Fallegar eru þær.

Brenndar möndlur

Hráefni:

200 g möndlur
1 dl vatn
175 g sykur
1/2 tsk kakó
1/2 tsk vanillusykur

Aðferð:

Leyfið pönnunni að hitna vel. Blandið saman sykri, kakó, vanillusykri og möndlum. Hellið vatninu á vel heita pönnuna og síðan möndlublöndunni. Hrærið í þessu í um það bil fimmtán mínútur, eða þar til sykurinn er farinn að kristallast. Þá er pannan tekin af hitanum og blöndunni hellt á smjörpappír og leyft að kólna.

Lyktin er svo lokkandi.

Hér fyrir neðan eru síðan annars konar brenndar möndlur sem hægt er að gera með sömu aðferð.

Hráefni:

200 g möndlur
175 g sykur
safi úr 1/2 appelsínu
1 tsk kanill
1/2 tsk cayenne pipar
1/2 tsk vanillusykur
1 dl vatn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis