fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Matur

Öllu hent í eldfast mót og kvöldmaturinn kominn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 12. desember 2018 15:30

Nammi namm!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við elskum þennan rétt út af lífinu því hann er svo einfaldur. Maður þarf bara að henda öllum hráefnum saman í eldfast mót og bíða eftir að rétturinn eldist.

Kjúklingur og hrísgrjón

Hráefni:

ólífuolía
2 bollar hvít hrísgrjón
1 stór laukur, saxaður
2 bollar kjúklingasoð
2 dósir af tilbúnni sveppasúpu
salt og pipar
3 stór kjúklingalæri
2 msk. smjör, brætt
2 tsk. ferskt timjan
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. fersk steinselja, til að skreyta með

Kvöldmaturinn kominn.

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið eldfast mót með olíu. Setjið hrísgrjón, lauk, soð og súpu í mótið og hrærið þar til allt er blandað saman. Kryddið með salti og pipar. Setjið kjúklingalærin ofan á hrísgrjónin og penslið þau með smjöri. Drissið timjan og hvítlauk yfir og kryddið með salti og pipar. Setjið álpappír yfir mótið og bakið í 1 klukkustund. Takið álpappírinn og bakið í hálftíma til viðbótar. Skreytið með steinselju og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“