fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Matur

Óviðjafnanlegt sætkartöflugratín: Passar með öllum mat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 17:00

Dásamlegt gratín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta gratín er mörgum númerum of gott og passar með nánast öllum mat. Við erum farin að skipuleggja jólamatinn og ætlum pottþétt að bera þetta gratín fram með steikinni.

Sætkartöflugratín

Hráefni:

2 bollar rjómi
3 msk fersk salvía, söxuð
1 msk ferskt rósmarín, saxað
2 tsk fersk timjan, saxað
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
¼ tsk salt
¼ tsk pipar
2 msk smjör
1 stórt epli, skorið í þunnar sneiðar
¼ tsk múskat
3 egg
3 meðalstórar sætar kartöflur, skornar í sneiðar
5 beikonsneiðar, eldað þar til það er stökkt
1 ½ bolli rifinn ostur

Skref fyrir skref.

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Setjið rjóma, salvíu, rósmarín, timjan, hvítlauk, salt og pipar í stóra pönnu og náið upp suðu yfir meðalhita. Hrærið við og við í blöndunni. Látið blönduna malla þar til ¼ af vökvanum hefur gufað upp. Takið til meðalstóra pönnu og bræðið smjörið yfir meðalhita. Bætið eplunum út í og drissið múskati yfir þau. Eldið í um 3 til 5 mínútur og setjið til hliðar.

Ofboðslega girnilegt.

Þeytið egg í meðalstórri skál og blandið síðan 1/3 af heitu rjómablöndunni saman við til að tempra eggin. Síðan er restinni af rjómablöndunni blandað vel saman við. Smyrjið meðalstórt, eldfast mót og raðið 1/3 af kartöflunum í botninn. Raðið síðan helmingnum af eplunum ofan á kartöflurnar og því næst 1/3 af beikoninu, 1/3 af ostinum og 1/3 af rjómablöndunni. Endurtakið þar til allt er komið í formið. Hyljið formið með álpappír og bakið í 40 mínútur. Takið álpappírinn og bakið í 20 til 25 mínútur til viðbótar. Leyfið gratíninu að hvíla í 10 mínútur áður en það er borið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar