fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Matur

Langbestu súkkulaðibitakökurnar: Krakkarnir fara létt með að baka þessar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 09:40

Hægt að skreyta þær með hverju sem er.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðventan nálgast og margir farnir að skipuleggja smákökubaksturinn. Við á matarvefnum mælum 150% með þessum súkkulaðibitakökum sem eru gjörsamlega óviðjafnanlegar. Svo er þetta svo lítið mál að krakkarnir geta meira að segja bakað þær.

Súkkulaðibitakökur

Hráefni:

200 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
1/2 bolli púðursykur
2 egg
2 bollar hveiti
2 bollar kókosmjöl
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
2 tsk. vanilludropar
200 g súkkulaði, saxað
Smarties til að skreyta (eða eitthvað allt annað)

Aðferð:

Blandið öllu vel saman nema súkkulaðinu. Grófsaxið súkkulaðið og bætið því út í deigið með sleif. Gott er að geyma deigið inni í ísskáp í um klukkutíma áður en baksturinn hefst. Það er samt ekki nauðsynlegt ef heimilisfólkið er mjög óþolinmótt. Hitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur með höndunum og setjið á ofnskúffu sem búið er að klæða með bökunarpappír. Fletjið kúlurnar aðeins með lófanum og skreytið með Smarties. Bakið í 12 til 15 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna