fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Fullkominn afgangamatur sem þarf lítið að hafa fyrir

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 18:00

Þessi réttur yljar manni á köldum vetrarkvöldum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður þarf alltaf reglulega að nota ímyndunaraflið í eldhúsinu, sérstaklega þegar maður á ýmsa afganga sem þarf að matreiða svo þeir endi ekki í ruslinu.

Hér er mjög góð uppskrift að afgangamat, en hægt er að skipta út ýmsum hráefnum fyrir það sem þið eigið í ísskápnum. Við mælum með að skipta samt ekki út baununum þar sem þær eru mikilvægur patur af svona chili-rétt.

Chili-réttur

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
1 meðalstór laukur, saxaður
1 meðalstór græn paprika, söxuð
2 sellerístilkar, saxaðir
1 msk. tómatpúrra
800 g nautahakk
3 msk. chili krydd
2 tsk. kúmen
1 tsk. hvítlaukskrydd
salt og pipar
1 dós saxaðir tómatar
1 dós nýrnabaunir, með safa
1 dós pinto-baunir, með safa
rifinn cheddar ostur, til að skreyta með
vorlaukur, skorinn í bita, til að skreyta með

Það er geggjað að bera chili fram með sýrðum rjóma.

Aðferð:

Hitið olíu í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk, papriku og sellerí út í og eldið í um 5 mínútur. Bætið tómatpúrrunni saman við og hrærið stanslaust þar til hún hefur dökknað, í um 2 mínútur. Bætið hakki saman við og eldið þar til kjötið er ekki bleikt lengur. Fjarlægið fituna og setjið aftur á helluna. Bætið chili kryddi, kúmen og hvítlaukskryddi saman við, sem og salti og pipar. Hellið söxuðum tómötum saman við, fyllið síðan dósina hálfa af vatni og bætið saman við í pottinum. Bætið baununum og safa þeirra saman við og hrærið vel. Náið upp suðu og lækkið síðan hitann. Látið malla í um 40 mínútur. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Setjið í skálar, skreytið með osti og vorlauk og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa