fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Matur

Hefur þú smakkað Sloppy Joe-borgara? Nú er tækifærið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 13:00

Einfaldur kvöldmatur sem fjölskyldan elskar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matgæðingar hafa eflaust heyrt talað um borgarann Sloppy Joe, enda margoft vísað til þessa réttar í sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Borgarinn á rætur að rekja til Bandaríkjanna og var rétturinn fyrst búinn til í byrjun tuttugustu aldarinnar. Síðan þá hefur hann verið geysilega vinsæll vestan hafs en hér er um að ræða rétt sem er afskaplega fljótlegur og inniheldur einungis hráefni í ódýrari kantinum.

Hér er uppskrift að Sloppy Joe-borgurum, en þetta er ágætis tilbreyting frá hefðbundnum hamborgurum. Í uppskriftinni er notað nautahakk en auðvitað er hægt að nota hvaða hakk sem er eða kjötlausa afurð.

Sloppy Joe

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
1 paprika, smátt skorin
1 laukur, smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
1 msk. tómatpúrra
500 g nautahakk
1 msk. Worcestershire-sósa
1½ bolli tómatsósa
1 msk. púðursykur
1 msk. eplaedik
salt og pipar
6 hamborgarabrauð
1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
súrar gúrkur

Góður biti.

Aðferð:

Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið papriku og lauk út í og eldið í um fimm mínútur. Hrærið hvítlauk og tómatpúrru saman við og eldið í eina mínútu til viðbótar. Bætið hakki saman við og eldið í um sex mínútur. Bætið síðan Worcestershire-sósu, tómatsósu, púðursykri og eplaediki saman við. Saltið og piprið og látið malla þar til blandan hefur þykknað, eða í um fimmtán mínútur. Berið fram á hamborgarabrauði með rauðlauk og súrum gúrkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum