fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Matur

Ofnbakaður kjúklingur með ólífum og tómötum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 18:00

Æðislegur kvöldmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ert þú búin/n að ákveða hvað er í matinn? Hér er ansi hreint góð hugmynd á ferð.

Ofnbakaður kjúklingur með ólífum og tómötum

Hráefni:

9 hvítlauksgeirar
½ tsk. chili flögur
1 tsk. sojasósa
4 msk. ólífuolía
1,5–2 kg kjúklingur (eða heill kjúklingur skorinn í bita)
salt og pipar
900 g tómatar af öllum stærðum og gerðum, skornir í helminga, í fjóra hluta ef þeir eru stórir
3 greinar af timjan
1/3 bolli grænar ólífur án steina
1 baguette-brauð, skorið á lengdina

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C. Rífið einn hvítlauksgeira í litla skál og blandið saman við chili flögur, sojasósu og 1 matskeið af olíu. Nuddið þessu yfir allan kjúklinginn og kryddið síðan með salti og pipar. Blandið tómötum, timjan, ólífum, 3 matskeiðum af olíu og 8 hvítlauksgeirum saman í stórri skál. Hellið þessu á ofnskúffu og saltið og piprið. Raðið kjúklingabitunum ofan á tómatblönduna og bakið í 40 til 50 mínútur. Þegar að kjúklingurinn á fimm mínútur eftir drissið þið olíu yfir baguette-brauðið og saltið. Raðið brauðinu á ofnplötu og bakið í 5 mínútur. Skerið hvern brauðhluta í tvennt eftir það. Setjið kjúklinginn á skurðarbretti og leyfið honum að hvíla í 15 til 20 mínútur. Skerið kjúklinginn og setjið haug af honum og tómatblöndunni ofan á baguette-sneiðarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
23.01.2025

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn

Nýr bóndadagsís frá Skúbb í samstarfi við Helvítis Kokkinn
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins