fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Matur

Svona býrðu til karamellupopp fyrir svanga krakka í leit að gotti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 30. október 2018 17:00

Algjör unaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er Hrekkjavakan haldin hátíðleg á morgun. Í mörgum hverfum er það þannig að krakkar klæða sig upp í búninga og sníkja gott hjá nágrönnum sínum. Ef ekkert gott er til eru líkur á að krakkarnir hrekki viðkomandi nágranna. Til að forða sér frá því er tilvalið að vera með eitthvað góðgæti tilbúið fyrir krakkana – til dæmis þetta einfalda karamellupopp.

Karamellupopp

Hráefni:

6 bollar poppað popp
115 g smjör
1 bolli ljós púðursykur
¼ bolli ljóst síróp
¼ tsk. matarsódi
1 tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 120°C og klæðið ofnplötu með álpappír. Hellið poppinu í stóra skál og setjið til hliðar. Bræðið smjör í stórum potti yfir meðalhita. Bætið púðursykri og sírópi saman við og náið upp suðu á meðan þið hrærið stanslaust í blöndunni svo hún brenni ekki við. Lækkið hitann og látið malla í 5 mínútur. Blandið matarsóda, salti og vanilludropum saman við. Takið af hellunni og hellið karamellusósunni yfir poppið. Hrærið saman þar til allt er vel blandað saman. Dreifið úr blöndunni á ofnplötunni og stráið sjávarsalti yfir. Bakið í 1 klukkustund og hrærið í poppinu á korters fresti. Takið plötuna úr ofninum og leyfið poppinu að kólna áður en það er brotið í litla bita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði