fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Matur

Gleymið grænkálinu: Hvítkálsflögur eru málið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 29. október 2018 11:33

Virkilega bragðgóðar flögur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænkál hefur verið gríðarlega vinsælt síðustu misseri og hafa svokallaðar grænkálsflögur, þar sem kálið er steikt í ofni með olíu og kryddi, tröllriðið heiminum. Nú er hins vegar komið að nýrri tísku – nefnilega hvítkálsflögum, sem eru mikil gleðitíðindi fyrir Íslendinga þar sem hvítkál er auðfáanlegra og ódýrara.

Hvítkálsflögur

Hráefni:

1 stór hvítkálshaus
¼ bolli rifinn parmesan ostur
2 msk ólífuolía
salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 120°C og takið til tvær plötur sem klæddar eru með smjörpappír. Rífið kálið í passlega stóra bita en ekki nota þykkasta hluta blaðanna. Setjið í skál og blandið olíu, parmesan, salti og pipar saman við þar til öll blöðin eru húðuð með olíu. Raðið í einfalda röð á plöturnar og bakið í 30 til 40 mínútur, eða þar til kálið er stökkt.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna