fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Matur

Alvöru huggunarmatur: Pasta með fullt af osti og gleði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 26. október 2018 17:00

Ekta helgarmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gott pasta getur breytt dimmasta deginum í dásamlega upplifun. Þetta pasta er í einu orði sagt yndislegt.

Bakað rigatoni

Hráefni:

450 g rigatoni pasta
425 g cannellini-baunir, skolaðar og án safa
1 msk. ólífuolía
5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1½ tsk. ferskt timjan
½ tsk. chili flögur
salt og pipar
1 bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli pecorino- eða manchego-ostur (eða bara meiri parmesan)

Aðferð:

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Haldið eftir 1 bolla af pastavatninu. Maukið baunirnar í blandara eða með töfrasprota ásamt 1 bolla af vatni. Leggið til hliðar. Kveikið á grillstillingu í ofninum. Hitið olíu yfir meðalhita á stórri pönnu og steikið hvítlaukinn í um mínútu. Bætið 1 bolla af pastavatni, baunamauki, 1 teskeið af timjan og chiliflögum saman við og kryddið með salti og pipar. Náið upp suðu og látið malla í 5 mínútur. Blandið ½ bolla af parmesan og ½ bolla af pecorino saman við. Takið allt vatn af pastanu og setjið aftur í pottinn. Blandið sósunni saman við pastað. Stráið restinni af ostinum yfir pastað og skellið pottinum inn í ofn í um 10 mínútur. Skreytið með restinni af timjan og berið strax fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti