fbpx
Sunnudagur 16.júní 2019
Matur

10 leiðir til að elda rauðrófur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 14:00

Rauðrófur eru hollar og góðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauðrófan er skemmtilegt grænmeti sem býður upp á endalausa möguleika í eldhúsinu. Hægt er að gera rófuna enn þá sætari með sumum aðferðum og milda bragðið af þeim með öðrum aðferðum.

Áður en þið farið í gegnum leyndardóma rauðrófunnar verðum við að minna ykkur á að sama hvaða aðferð verður fyrir valinu þá munu rauðrófurnar alltaf gefa frá sér lit þannig að best er að vera í hönskum í eldhúsinu.

1. Drykkir

Hægt er að skella hráum rauðrófum í safapressu og búa sér til hollustudrykk. Það eina sem þarf þá að gera er að snyrta endana, taka hýðið af rófunni, skera hana í bita og beint í safapressuna. Hægt er að geyma safann í góðu íláti í allt að þrjá daga. Hrá rauðrófa er bragðsterk þannig að best er að blanda safanum saman við eitthvað sætt, eins og til dæmis gulrætur, epli, perur, ananas, appelsínur eða ber. Þá er sniðugt að blanda soðnum rauðrófum saman við spínat, banana, mangó eða jógúrt í þeyting.

2. Súrsaðar rauðrófur

Súrsaðar rauðrófur eru algjört lostæti, eins og við Íslendingar þekkjum. Oftast eru þær súrsaðar með vatni, eplaediki, sykri, kúmen, sítrónusafa, sjávarsalti og pipar. Þessu er blandað saman og suðu náð upp og blöndunni síðan hellt yfir rauðrófurnar. Þessu er svo skellt inn í ísskáp í að minnsta kosti einn dag áður en þær eru borðaðar.

3. Soðnar rófur

Rauðrófur eru eitt af fáu grænmeti sem halda góðu bragði eftir suðu. Þær verða minna sætar eftir suðuna og henta mjög vel í súpur. Rauðrófusúpa getur verið borin fram heit eða köld, með skvettu af sýrðum rjóma eða rjóma.

4. Notið stilkana

Stilkar rauðrófanna eru stútfullir af næringarefnum. Hægt er að bæta þeim hráum við salat eða elda þá og nota þá í ýmiss konar rétti. Þá er einnig hægt að nota þá í þeytinga eða pestó.

5. Ofnbakaðar rófur

Það er algjört lostæti að skera niður rauðrófur, raða þeim á ofnplötu sem klædd er með álpappír, drissa olíu, salti og pipar ofan á þær og baka þær í ofni.

6. Grillaðar rauðrófur

Það kemur yndislegur reykkeimur af rófunum þegar þær eru grillaðar. Stillið grillið á meðalhita, takið hýðið af rófunum og skerið þær í sneiðar. Raðið þeim á álpappír, penslið með olíu og kryddið með salti og pipar. Pakkið rófunum inn í álpappírinn og grillið í um hálftíma. Grillaðar rauðrófur eru lostæti með osti til dæmis.

7. Mismunandi steikingaraðferðir

Hér eru möguleikarnir endalausir. Hægt er að steikja rauðrófur í bátum eða sneiðum, dýfa þeim í egg og hveiti og djúpsteikja þær eða nánast hvað sem er.

8. Eftirréttir

Þar sem rauðrófur eru mjög sætar á bragðið er leikur einn að nota þær í eftirrétti. Ekki skemmir fyrir að þær innihalda náttúrulegt litarefni þannig að þær gefa eftirréttum dásamlega fallegan lit. Hægt er að nota rauðrófur í ís, kökur, krem, pönnukökur, vöfflur, ostakökur, bollakökur – já, nánast hvað sem er.

9. Dósarófur

Ef þú vilt fá smá lit í lífið þá er tilvalið að bæta tilbúnum rauðrófum, úr krukkum eða dósum, í salöt, eggjakökur eða borgarann. Þá er einnig hægt að mauka þær og skella þeim út í sósur eða pasta.

10. Þær eru líka góðar hráar

Rauðrófur eru afskaplega hollar og því um að gera að borða þær hráar, jafnvel með góðri ídýfu eða einfaldlega krydda þær aðeins og borða eintómar. Hráar rófur gefa líka gott bragð í alls kyns salöt, sérstaklega ef þær eru paraðar saman með grænmeti sem er ekki eins sætt og þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

YouTube stjarna sem gaf heimilislausum manni tannkremsfyllt Oreo dæmd í 15 mánaða fangelsi

YouTube stjarna sem gaf heimilislausum manni tannkremsfyllt Oreo dæmd í 15 mánaða fangelsi
Matur
Fyrir 1 viku

Coca-Cola setur kóladrykk með kaffibragði á markaðinn – Misheppnaðist 2006 en nú verður reynt aftur

Coca-Cola setur kóladrykk með kaffibragði á markaðinn – Misheppnaðist 2006 en nú verður reynt aftur
Matur
Fyrir 2 vikum

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“

Internetið logar vegna umdeildrar könnunar í Bretlandi: „Ég held að þetta sé gildra“
Matur
Fyrir 2 vikum

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“

Stefán Karl mætir á Fabrikkuna – „Við erum spennt og stolt að ýta þessu verkefni úr vör“