fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Matur

Þið þurfið þetta eplasmjör í lífið ykkar – þið bara vissuð það ekki fyrr en nú

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 3. október 2018 16:00

Epli + haust = fullkomin blanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er farið að kólna allhressilega og fátt notalegra en að koma sér vel fyrir í kósíheitum heima við og snæða eitthvað dásamlegt. Við á matarvefnum tengjum epli og kanil alltaf við þennan árstíma, eins og margir fleiri, en nýlega uppgötvuðum við snilldina sem er eplasmjör.
Mauksoðin, krydduð epli sem hægt er að nota ofan á brauð, í kökur, í hafragrautinn, ofan á pönnukökur, í þeytinginn eða bara hvað sem er.

Best er að nota frekar súr epli í smjörið, til dæmis Jonagold eða Mcintosh, en kosturinn við svona smjör er að það geymist í heilan mánuð, jafnvel aðeins meira, í ísskáp í góðri krukku og í frysti í allt að eitt ár.

Hér fylgir skotheld uppskrift að eplasmjöri. Við mælum hiklaust með þessu lostæti!

Eplasmjör á pönnukökur og vöfflur er góð tilbreyting.

Eplasmjör

Hráefni:

10 meðalstór epli
1/3 bolli eplasafi
2 msk nýkreistur sítrónusafi
½ tsk vanilludropar
½ dl púðursykur
1 msk kanill
¼ tsk múskat
1/8 tsk salt

Aðferð:

Afhýðið eplin, takið kjarnana úr og skerið í sneiðar. Setjið þau í stóran pott. Blandið restinni af hráefnunum vel saman í lítilli skál og hellið yfir eplin. Setjið pottinn á hellu yfir lágum hita og leyfið þessu að malla í 6 til 8 klukkustundir.

Leyfið eplablöndunni að kólna og takið aðeins af vökvanum. Setjið blönduna síðan í blandara og blandið þar hún er silkimjúk. Hér er gott að skipta blöndunni niður í nokkra hluta, en ekki setja allt heila klappið í blandarann í einu. Setjið í krukkur og geymið inni í ísskáp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“