fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Sóley gefur Bjarna Ben góð ráð í kökuskreytingum: „Hann þorir að prufa eitthvað nýtt“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 2. október 2018 12:30

Sóley telur Bjarna eiga framtíðina fyrir sér í kökubransanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er í krakkakökum en er samt duglegur að prófa nýja hluti. Hann fer eftir óskum þeirra sem eiga að fá kökuna og það finnst mér gott. Hann virðist æfa sig í því sem óskað er eftir og það sýnir að hann þorir að prufa eitthvað nýtt,“ segir sykurmassa sérfræðingurinn Sóley Guðbjörnsdóttir.

Sóley er gríðarlega vinsæll bakari í Svíþjóð.

Sóley rekur Konditorbutiken í Varberg á vesturströnd Svíþjóðar og hefur vart undan að skreyta kökur eftir pöntun og halda kökugerðarnámskeið. Við fengum hana til að líta yfir feril Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í kökuskreytingum og gefa honum góð ráð um hvernig hann geti fullkomnað kökuskreytingartækni sína enn frekar.

„Mér finnst hann sko duglegur,“ segir Sóley er hún hefur horft á víðfrægt myndband af Bjarna búa til köku sem notað var í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Hún segir þó að hann geti enn blómum á sig bætt er varðar sjálfa tæknina við að skreyta með sykurmassa.

„Hann má vinna meira í fínpússi, hreinsa tertuna betur til og snyrta. Hann má hafa í huga að grunnurinn er mikilvægur. Mitt ráð til hans er að slétta betur úr smjörkreminu áður en hann setur sykurmassann á. Þá verður tertan sjálf sléttari og fínni.“

Sjá einnig: Bjarni sýnir baksturssnillina enn á ný.

Býður Bjarna á námskeið í Svíþjóð

Bjarni hefur verið iðinn við kolann í kökum fyrir krakka, með tilheyrandi fígúrum og smáatriðum. Heilt yfir er Sóley ánægð með fígúrúrnar hans.

Peppa Pig-kaka að hætti Bjarna.

„Hann er duglegur að gera fígúrur en aftur er það fínpússningin sem hann má gefa sér meiri tíma í.“

En hvað getur Bjarni gert til að fullkomna sína kökuskreytingartækni?

„Ég mæli með að hann fari á grunnnámskeið til að bæta sig,“ segir Sóley og bætir við að hún vilji glöð bjóða honum á námskeið til sín ef hann leggur land undir fót.

„Hann er velkominn á einkanámskeið hjá mér ef hann ákveður að drífa sig til Svíþjóðar,“ segir hún.

Svo er það stóra spurningin: Gæti Bjarni söðlað um, lagt pólitískan feril með öllu sínu þrasi á hilluna og öðlast eilítið rólegri frama í kökuskreytingum?

„Ef hann fer á grunnnámskeið held ég að hann sé tilbúinn að vinna við þetta. Hann væri velkominn í vinnu hjá mér, því ef hann er svona duglegur að baka heima fyrir þá er ekkert mál að hjálpa honum að fullkomna tæknina.“

Tekur ráðherra boði Sóleyjar?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“