fbpx
Sunnudagur 11.apríl 2021
Matur

Haustið er komið: Karamelluepli sem bjarga geðheilsunni í skammdeginu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 28. september 2018 15:00

Þessi eru ómótstæðileg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er farið að kólna allsvakalega, og í ofanálagi er frekar grátt um að litast. Þá er tilvalið að prufa sig áfram í eldhúsinu og búa til þessi karamelluepli sem eru ofureinföld og gætu glatt mann og annan í þessu skammdegi.

Hér er kennslumynd til að fullkomna þessi epli, en fyrir neðan er einnig uppskriftin. Njótið!

Karamelluepli

Hraéfni:

4 msk brætt smjör
1 msk púðursykur
1 msk sykur
½ tsk kanill
4 græn epli
8 rjómakaramellur
vanilluís
karamellusósa

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og smyrjið eldfast mót sem getur rýmt fjögur epli. Blandið saman smjöri, púðursykri, sykri og kanil í lítilli skál.

Skerið toppinn af hverju epli og takið kjarnann úr. Skerið þrjá hringi í eplið. Snúið eplinu við og skerið langsum allan hringinn.

Setjið eplin í eldfasta mótið og snúið toppinum upp. Fyllið eplin með karamellum og penslið síðan með smjörblöndunni. Bakið eplin í um 30 mínútur og berið fram volg með ís og karamellusósu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins
Matur
Fyrir 3 vikum

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir
Matur
27.02.2021

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift

Fullkomin fermingarterta er minna mál en þig grunar – uppskrift
Matur
27.02.2021

Sniðugar skreytingar fyrir fermingarveislur

Sniðugar skreytingar fyrir fermingarveislur
Matur
11.02.2021

Kæfan sem allir eru að tala um – „Ég græt alltaf smá þegar ég borða kæfuna hennar systur minnar“

Kæfan sem allir eru að tala um – „Ég græt alltaf smá þegar ég borða kæfuna hennar systur minnar“
Matur
07.02.2021

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum

Óvænt vegan vörur sem þú átt örugglega þegar í eldhússkápnum