fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Matur

Ómótstæðileg súkkulaðikaka stútfull af valhnetum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 26. september 2018 15:38

Þessar eru góðar!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferð svokölluð brúnka, eða „brownie“, sem er einstaklega einföld og krefst lítillar fyrirhafnar. Þessa köku ættu flestir að geta hrist fram úr erminni en vert er að taka fram að það er ekkert mál að sleppa hnetunum ef um ofnæmi er að ræða. Þá er einnig hægt að skipta þeim út fyrir hitt og þetta, hvort sem það er súkkulaði eða nammi, allt eftir smekk.

Hráefni:

150 g smjör
115 g dökkt súkkulaði, saxað
200 g sykur
75 g púðursykur
85 g kakó
½ tsk vanilludropar
2 stór egg + 1 eggjarauða
90 g hveiti
1 msk maíssterkja
¼ tsk salt
95 g valhnetur

Aðferð:

Hitið ofninn í 160°C og takið til kassalaga form sem er sirka 20×20 sentímetra stórt. Smyrjið formið vel með smjöri eða bakstursspreyi. Nú, eða olíu. Setjið smjör og súkkulaði í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið í 30 sekúndur í senn og hrærið á milli lota þar til allt er bráðnað. Kælið súkkulaðiblönduna aðeins og hrærið síðan sykri, púðursykri og kakói saman við. Svo er vanilludropum, eggjum og eggjarauðum hrært vel saman við.

Bætið hveiti, maíssterkju og salti saman við þar til allt er blandað saman, en passið að hræra ekki of mikið því við viljum að brúnkan sé blaut þegar hún er búin að bakast. Bætið síðan hnetunum saman við með sleif eða sleikju.

Hellið blöndunni í kökuformið og bakið í 35 mínútur. Leyfið kökunni að kólna lítið eitt áður en hún er borin fram.

Uppskriftin birtist upprunalega á heimasíðu California Walnuts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“