fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Matur

Nachos-dýfa

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Hreiðarsdóttir veit fátt betra en að galdra fram girnilega rétti. Hún er með heimasíðuna Gotterí og gersemar auk þess að halda námskeið.

Nachos ídýfan er tilvalin fyrir hvaða partý sem er, þar á meðal Eurovision partý.

Þessi uppskrift kemur frá Þórunni vinkonu minni og eru bráðum tuttugu ár síðan hún kynnti þessa dásamlegu uppskrift fyrir mé og verð ég að segja að hún er frábærlega fersk og góð og erfitt að hætta þegar maður byrjar.

1 lítil krukka salsasósa (medium)
1 dós rjómaostur (við stofuhita)
1 rauðlaukur
Iceberg (sirka ¼ haus eftir stærð)
1 rauð paprika
½ púrrulaukur
Nokkrir sveppir (sirka 8 stykki)
Mini tómatar og nokkrir hringir af blaðlauk til skrauts
Nachos (saltað/venjulegt finnst mér passa best og hringlóttu flögurnar frá Santa Maria henta vel)

Aðferð:
1) Setjið salsasósu og rjómaost í hrærivélarskálina og blandið þar til kekkjalaust og létt í sér.
2) Saxið rauðlauk mjög smátt og dreifið í botninn á þeirri skál/fati/bakka sem verður fyrir valinu.
3) Smyrjið rjómaostblöndunni yfir rauðlaukinn.
4) Saxið grænmetið smátt (nema tómata) og dreifið yfir blönduna (að sjálfsögðu má nota annað grænmeti, bara það sem ykkur þykir gott).
5) Skerið nokkra mini tómata til helminga og skreytið.
6) Gott er að kæla nachos-dýfuna aðeins áður en hennar er notið en þó ekki nauðsynlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“