fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Matur

Ísrétturinn Surtur & Pretzel í boði hjá Skúbb

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. október 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Haraldur Jónasson

Ísrétturinn Surtur & Pretzel frá Skúbb er fáanlegur næstu daga á meðan birgðir endast.  Eingöngu er hægt að nálgast hann í ísbúð Skúbb á Laugarásvegi 1, Reykjavík.

„Okkur langaði að nota bjór í ís hjá okkur og settum okkur í samband við Borg Brugghús sem er þekkt fyrir bragðmikla bjóra og að leggja upp úr þessu samhengi bjórs og matar.  Eftir gott spjall var ákveðið að nota bjórinn Surtur Nr. 47 sem er bragðmikill 10% Imperial Stout bruggaður með sérmöluðu kaffi frá Te & Kaffi.  Með þessu passaði svo vel að nota pretzel og karmellu sem við gerum sjálfir og notum einnig Surt í – þetta er því októberfest rétturinn okkar í ár,“ segir Sturlaugur Orri Hauksson ísgerðarmaður hjá Skúbb.

Sturlaugur Jón Björnsson bruggmeistari og Sturlaugur Orri Hauksson ísgerðarmaður í góðu yfirlæti. Mynd: Haraldur Jónasson

Ísbúðin Skúbb er staðsett á Laugarásvegi 1 í Reykjavík og tók til starfa fyrr á þessu ári.  Skúbb framleiðir ís á staðnum í litlum handgerðum skömmtum með ítölsku þema.  Rík áhersla er á ferskt og ósvikið bragð með sérvöldum hráefnum frá öllum heimshornum, lífræna mjólk og án óþarfa aukaefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar