fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024
Kynning

Er lúsmýið óboðinn gestur á þínu heimili?

Kynning
Kynningardeild DV
Mánudaginn 20. mars 2023 08:00

Hjónin Aðalheiður Þórólfsdóttir og Ásgeir Freyr Ásgeirsson eru eigendur Zenus, ásamt föður Ásgeirs, Ásgeiri N. Ólafssyni. DV/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðslu- og þjónustufyrirtækið Zenus hefur um árabil séð Íslendingum fyrir góðum gluggatjöldum sem henta íslenskum aðstæðum. Nú hefur aukist við vöruframboð og í ljósi nýrra óboðinna sumarbústaðagesta býður verslunin nú upp á gott úrval af hágæða skordýranetum frá Luxaflex.

Starfsemi Zenus var upphaflega í bólstrun og framleiðslu húsgagna. „En árið 2014 byrjuðum við að bjóða upp á úrval gluggatjalda úr ýmsum efnum fyrir allar gerðir af gluggum. Stefna fyrirtækisins er að framleiða vandaðar vörur fyrir íslenskan markað. Dýrmæt reynsla og þekking starfsmanna hefur safnast saman á mörgum áratugum sem endurspeglast í traustum vinnubrögðum og faglegri þjónustu,“ segir Aðalheiður Dóra Þórólfsdóttir einn eigandi Zenus.

Að sögn Heiðu býr starfsfólk Zenus að reynslu og þekkingu sem gerir þeim kleift að ráðleggja viðskiptavinum með vörur sem henta þörfum hvers og eins.

Ekki lengur skordýralaust land

Aðalheiður, eða Heiða eins og hún er oftast kölluð, segir að það sé mikil og góð reynsla af skordýranetununum frá Luxaflex. „Skordýranetin eru ný vara hjá okkur, en ekki hjá birgjunum okkar úti í heimi sem hafa treyst lengi á þessi net, enda alveg nauðsynleg búbót í heitara loftslagi.

Það er reyndar gaman að segja frá því þegar við vorum að byrja með gluggatjöldin 2014, þá vorum við spurð hvort við hefðum áhuga á að bjóða upp á skordýranet líka. Við hlógum nú bara að því, sögðum að það væri svo lítið af skordýrum á Íslandi og því væri engin þörf á skordýranetum.

Það hefur heldur betur breyst núna eftir að hið hvimleiða lúsmý, einn leiðinlegasti sumarbústaðagestur landsins, gerði sér landsetur hér. Luxaflex er þó ekki eingöngu hentugt í sumarbústaðina enda eru skordýrin og frjókornin ekki bara þar.“

Zenus hóf að selja skordýranet fyrir ekki svo löngu síðan.

Sérsniðnar skordýranetslausnir

Luxaflex kemur í nokkrum týpum. Hægt er að fá þau í smellilausnum eða endanlegum lausnum sem má skrúfa fast í ramma. „Fólk gefur okkur málin á breidd og hæð á þeim stað þar sem netið á að fara, hvort sem það er yfir opnanlegt fag eða heilan glugga.“

Einnig er hægt að velja um hversu þéttriðið netið er. „Flest netin, fyrir utan Poll-tex® og ClearView, eru með með 7×6 möskva á fersentímetra og stærð holanna er 1,44 fermillimetra. Það er nóg til að halda flestum skordýrum frá nema lúsmýinu.

En reynslan hefur sýnt fram á að Poll-tex netið sé nógu þétt til að halda lúsmýinu úti sem og frjókornum, og hentar það því líka vel fyrir þau sem eru með frjókornaofnæmi. Poll-tex netið kemur í römmum er smellt í gluggann og auðvelt er að smella úr aftur.

Einnig eigum við rúllutjaldalausn sem má draga upp og niður eftir þörf. Svo eigum við líka hurðarlausn sem ætluð er fyrir stærri skordýr. Einn af mörgum kostum þessarar sérsniðnu lausnar er svo sú að það blæs vel loft inn um netið svo að á hlýjum sumarnóttum þarf ekki að fórna svefngæðum fyrir skordýralaust andrúmsloft,“ segir Heiða.

Skordýralausn sem virkar

Flestar gerðir ramma fást í hvítum lit, drapplituðum, ljósgráu og steinkol (e. antracit). Að auki er hægt að panta allar lausnir, fyrir utan plíseraða rammalausn, í RAL lit gegn aukagjaldi. Hægt er að setja netin upp inni sem úti eftir þörfum. Fimm lausnir eru í boði:

  1. Fastur rammi klassískur
  2. Fastur rammi Flex
  3. Rúllugardína SuperNova
  4. Plissé rammamódel
  5. Plissé hurð.

„Á stöðum og tímabilum þar sem mikið er um frjókorn og skordýr mælum við með því að hafa netin uppi allan sólarhringinn, ekki bara í ljósaskiptunum eða á kvöldin. Síðan við byrjuðum að selja þessi net höfum við fengið frábær viðbrögð við þeim. Fólk er hæstánægt að fá loksins skordýralausn sem virkar, er endanleg og lítur líka vel út,“ segir Heiða.

Zenus er með úrval af gluggatjaldalausnum. Heiða segir að Smart Home lausnirnar hafi verið einstaklega vinsælar enda er þægilegt að geta stjórnað ljósum, glutggatjöldum og hitastigi herbergjanna með símanum eða röddinni.

Spurning um lífsgæði

Zenus býður, eins og áður segir, upp á úrval gluggatjaldalausna sem henta íslenskum aðstæðum vel. „Engin verkefni eru of lítil eða of stór fyrir Zenus. Með hækkandi sól þá verðum við að mæla með að fólk kíki til okkar með gluggatjaldalausnir. Rétt tegund af gluggatjöldum getur gert svo mikið fyrir rýmið og umhverfi. Þetta er ekki bara spurning um fegurð, þó hún sé auðvitað mikilvæg, heldur líka um vellíðan. Rétt tjöld geta hita- og kuldastýrt, bætt hljóðvist, gert rými notaleg og bætt lífsgæði til muna. Það er okkur öllum mjög í hag að búa til huggulegt og notendavænt umhverfi með okkar viðskiptavinum,“ segir Heiða að lokum.

Komdu og skoðaðu úrvalið af gluggatjöldum og skordýranetið í Zenus. Starfsfólkið tekur vel á móti þér. Á myndinni eru þeir Einar Tryggvi Kjartansson og Áki Snær Erlingsson sem starfa í sölu- og uppsetningarteyminu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum