fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Kynning

Íslendingar vilja heita potta

Kynning
Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2023 08:00

Kristján Berg segir Íslendinga vera snögga að hugsa sig um þegar kemur að pottakaupum. DV/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg, eigandi Heitirpottar.is, segir að síðustu fjögur ár hafi öll verið metár í sölu á heitum pottum hjá fyrirtækinu. Þá hafi ferðaþjónustan haft
mikið að segja.

„Við Íslendingar erum heppnir að vera með ódýrasta rafmagn í heimi og allt þetta heita vatn í jörðu,“ segir Kristján Berg.

Hitaveituskeljar hagkvæmur kostur

Þar sem það er í boði segir Kristján að flestir velji hitaveitupotta og hitaveituskeljar. „Upp á síðkastið hefur sala aukist mjög á svokölluðum Plug and Play hitaveitupottum og eru þeir orðnir mun vinsælli kostur en hitaveituskeljarnar. Hitaveituskeljarnar eru ódýrari en þá á eftir að byggja umgjörðina í kringum þær.

Ástæðan fyrir þessum sölumismuni er væntanlega sú að það verður sífellt erfiðara að fá iðnaðarmenn í verkin sem gerir tilbúna kosti fýsilegri en ella. Í Plug and Play ertu með skel sem kemur tilbúin í kassa sem er bæði músheldur og einangraður. Þú einfaldlega tengir vatn inn og út úr pottinum,“ segir Kristján.

Strákarnir í Heitum pottum eru vel að sér í pottafræðum og geta ráðlagt hvaða pottur er fullkominn fyrir þig.

Einangrun sparar pening

Plug and Play pottarnir eru vel einangraðir sem stuðlar að minni upphitunarkostnaði og viðheldur betur hitastiginu á vatninu. „Þetta getur haft mikið að segja kostnaðarlega séð, sérstaklega þegar það hefur verið jafnkalt og miklar frosthörkur eins og undanfarið.“

Queen sá vinsælasti

„Vinsælasti hitaveitupotturinn er Queen, en hann kemur bæði í Plug and Play sem fer beint á pallinn og einnig er hægt að fá hann sem skel sem má para saman með þeirri umgjörð sem passar best við umhverfið,“ segir Kristján. Að sögn eru ástæðurnar fyrir vinsældunum þær að potturinn er frekar djúpur svo vatnið flýtur yfir axlirnar. Hann tekur 6-8 manns, er stílhreinn og kemur í þremur litum, svörtum, hvítum og bláum. „Þá ertu búinn að dekka nær allt sem Íslendingar leita almennt eftir þegar kemur að heitum potti.

Queen er vinsælasti potturinn hjá Heitum pottum. Mynd/aðsend

Rollsinn hjá okkur er samt að mínu mati Arctic Spa Summit, en þessi týpa hefur verið sú vinsælasta hjá Arctic Spa í þrjátíu ár. Sætin eru misdjúp og misbreið enda erum við ekki öll eins vaxin. Þá kemur hann í átta litum. Svo er hægt að fá viðarútlit sem heillar marga enda passar hann einstaklega vel inn í sumarbústaðarumhverfið og sómir sér líka vel heima á pallinum.

Summit frá Arctic Spas er rollsinn hjá Heitum pottum. Mynd/aðsend

Sjálfur bý ég í hinu svokallaða „líkhúsahverfi“ í Garðabæ, þar sem allt er svart, hvítt, grátt. En ég er með Arctic Spas, Summit með viðarútliti í garðinum. Það gefur honum einstaklega notalegt yfirbragð, en potturinn á að sjálfsögðu að vera smá kósí,“ segir Kristján.

Summit í viðarútliti sómir sér vel á pallinum uppi í sumarbústað sem og í garðinum heima. Mynd/aðsend

Úrval og gæðaþjónusta

Úrvalið hjá Heitirpottar.is,  er framúrskarandi og verðbilið sömuleiðis. „Við eigum um 30 mismunandi tegundir allt frá tveggja manna upp í tuttugu manna potta á verðinu frá 250.000 kr og uppúr. Okkar stærsti potturinn er 6.500 lítra.

Sumir vilja djúp sæti, aðrir vilja liggja í pottinum og enn aðrir vilja nuddstúta og við erum með allar tegundir. Svo erum við að sjálfsögðu með alla aukahluti eins og lok, hreinsiefni og ýmislegt fleira.

Hér hjá Heitirpottar.is einblínum við á pottanna og þjónustum allt í kringum þá frá a-ö. Við þjónustum bæði pottana allt árið um kring og getum séð um uppsetningu og viðgerðir. Við höfum þá komið okkur upp góðu neti um allt land og getum hjálpað fólki að komast í samband við iðnaðarmenn ef þess er þörf.“

Queen kemur í þremur litum. Mynd/aðsend

Sólin besti sölumaðurinn

„Í fyrra seldum við yfir 600 potta og sjáum fram á aukningu í ár. Við eigum núna um 500 potta á lager hjá okkur, því við höfum lært af reynslunni að Íslendingar eru fljótir að ákveða sig þegar kemur að pottakaupum. Margir koma í verslunina til að skoða úrvalið og fara svo heim til að hugsa sig um. Tveimur dögum síðar er fólk svo komið aftur og vill fá pottinn strax. Við sjáum þetta sérstaklega þegar sólin fer að skína, þá fer allt á milljón,“ segir Kristján.

„Stærstu pottarnir eru vinsælir hjá ferðaþjónustunni, en hótel og stór Airbnb hafa mikið verið að taka stóru pottana hjá okkur. Pottasalan hefur líka aukist mikið hjá fólki sem á sumarbústaði og er að leigja þá út. Það er augljóst hvaða bústað ferðamaðurinn velur ef hann getur valið á milli gististaðar með potti eða án,“ segir Kristján.

Aðspurður hvort Covid faraldurinn hafi stuðlað að aukinni pottasölu segir Kristján svo vera. „Síðustu fjögur ár hafa verið okkar bestu ár, en í sannleika sagt þá er alltaf metár. Ég er búinn að vera í þessu í sextán ár og þetta eykst með hverju árinu. Við erum því með góðar væntingar fyrir þetta ár,“ segir Kristján.

Heitir pottar er staðsett að Fosshálsi 13. Opið er alla virka daga frá 09-17 og
laugardaga frá 10-15. Nánari upplýsingar á heitirpottar.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni