Heimkaup er framsækin íslensk netverslun og jafnframt sú stærsta sem starfar hérlendis. Markmið Heimkaups er að auðvelda viðskiptavinum innkaupin fyrir heimilið og vinnustaðinn. Vöruúrvalið er fjölbreytt í matvöru, snyrtivöru, raftækjum, leikföngum, spilum og púslum, heimilisvörum, gæludýravörum, áfengi, nikótínvörum og unaðsvörum.

Aukin áhersla á unaðsvörur

Sólbjört Lind Ingvarsdóttir, innkaupafulltrúi hjá Heimkaup, segir að aukin áhersla sé á unaðsvörur og unnið er að því að auka og þróa vöruúrvalið.

„Við höfum nýverið aukið úrvalið okkar til muna, þar sem vinsældir unaðsvara hafa aukist. Meðal vörumerkja eru LELO, Fun Factory, Satisfyer og Picobong. Við eigum úrval af titrurum, múffum, butt plugs, typpahringjum, grindarbotnskúlum, eggjum, sogtækjum, sleipiefnum, smokkum og nuddkertum,“ segir Sólbjört og bætir við: „Við einblínum á að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fallegar hágæðavörur en við tökum einungis inn vörumerki sem bjóða upp á það besta í hverjum vöruflokki. Við erum stöðugt að bæta í úrvalið, og erum spennt fyrir framhaldinu.“

LELO er sænskt lúxusvörumnerki, margverðlaunað fyrir hönnun, gæði og vöruúrval.

Hágæðalúxusvörur

„Í vikunni gáfum við út nýja undirsíðu á Heimkaup sem leggur einungis áherslu á unaðsvörur, en þar kom upp skemmtileg hugmynd um að líkja vöruflokkunum, píkur, rassar og typpi, við matvörur, sem fást einnig hjá okkur. Þar tengjum við saman úrvalið á Heimkaup á skemmtilegan máta,“ segir Sólbjört.

„Í vöruúrvali okkar bjóðum við upp á LELO, sem er sænskt lúxusvörumerki, margverðlaunað fyrir hönnun, gæði og vöruúrval. Kynlífstækin frá LELO koma í fallegum gjafakassa sem inniheldur USB-hleðslusnúru, silkipoka og prufu af LELO sleipiefni.

Það nýjasta hjá okkur í vöruúrvalinu fyrir typpi er F1S múffa frá LELO sem þú getur stjórnað og stillt með snjallforriti. Múffan er útbúin fjórum púls-stillingum og tíu skynjurum. Þú getur vistað þínar uppáhaldsstillingar í LELO-appinu og búið til fleiri stillingar sem fullkomna fullnægingu þína.

Auðvitað erum við með nýjung fyrir píkur líka en þar má nefna Soraya 2 lúxus kanínutitrara frá LELO sem er einstaklega fallega hannaður úr extra mjúku silíkoni. Hann er með fínstilltri örvun fyrir bæði sníp og G-blett. Þessi titrari býður upp á tólf stillingar sem skila fullkominni blöndu af krafti og nákvæmni,“ segir Sólbjört.

Kynlífstækin frá LELO koma í fallegum gjafakassa sem inniheldur USBhleðslusnúru, silkipoka og prufu af LELO sleipiefni. Mynd/Ernir

Leikföngin heim að dyrum

Sólbjört segir að það séu margir kostir við að versla unaðsvörur hjá Heimkaup. „Fyrst og fremst er það næði sem viðskiptavinurinn fær til þess að skoða vörurnar og lesa um þær. Auk þess færð þú vöruna senda heim að dyrum pakkaða inn. Svo er auðvitað alveg frábært að geta verslað í matinn í leiðinni, allt í einum smelli,“ segir hún og bætir við að pantanir séu afhentar samdægurs á höfuðborgarsvæðinu og sendar út samdægurs með póstinum á landsbyggðina. Einnig er hægt að sækja pantanir í afgreiðslu Heimkaups, Smáratorgi 3. „Í tilefni konudagsins bjóðum við upp á 15-30% afslátt af unaðsvörum allan febrúar,“ segir hún að lokum.

Skoðaðu allt úrvalið á heimkaup.is/unadsvorur.

Á Heimkaup er frábært úrval af lúxuskynlífsleikföngum fyrir öll.