fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Kynning

Sleepy gefur stórt HM loforð!

Kynning
Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 11:58

„Við stöndum með Íslandi og viljum sýna það í verki. Við sem fyrirtæki leggjum mikla áherslu á heilsu og aðstoðum fólk svo það geti sofið betur. Svefn skiptir ótrúlega miklu máli,“ segir Pétur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sleepy heitir því að endurgreiða margverðlaunuðu dýnurnar sínar og aðrar vörur Sleepy ef Íslendingar komast í þrjú efstu sætin á HM í handbolta. Það er því til mikils að vinna, en dýnurnar hafa hlotið mikið lof afreksíþróttafólks.

Sleepy á Íslandi hefur blásið til bráðspennandi leiks í tilefni af HM í handbolta. Nú geta allir þeir viðskiptavinir sem kaupa Sleepy dýnur eða aðrar vörur frá Sleepy fengið þær að fullu endurgreiddar, ef Ísland kemst á verðlaunapall á mótinu.

„Það eina sem þú þarft að gera, ef landsliðið nær í þrjú efstu sætin, er að hafa samband við Sleepy og við endurgreiðum þér dýnuna. Þannig að það er til mikils að vinna fyrir kúnnann,“ segir Pétur Pétursson sem rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni Elísabetu Helgadóttur. „Við stöndum með Íslandi og viljum sýna það í verki. Við sem fyrirtæki leggjum mikla áherslu á heilsu og aðstoðum fólk svo það geti sofið betur. Svefn skiptir ótrúlega miklu máli. Þú finnur það bara sjálf/ur hvað það hefur gríðarleg áhrif á vellíðan ef þú sefur vel,“ segir Pétur.

Topp íþróttafólk landsins sefur á Sleepy

Þrír Íslandsmeistarar sofa á Sleepy Pétur segir að þau Elísabet styrki og standi við bakið á fjölda íþróttafólks sem sefur á Sleepy dýnum. „Margt af topp íþróttafólki landsins sefur á Sleepy dýnu, þar með talið Arnar Pétursson hlaupari, Stefán Torfason sterkasti maður Íslands og Bjarki Pétursson golfari sem allir eru Íslandsmeistarar í sínu sporti,“ segir Pétur. „Að mínu mati eru Sleepy dýnurnar langbestu dýnur Evrópu í dag. Sleepy Original dýnan hefur unnið til verðlauna sem besta dýna Evrópu tvö ár í röð, samkvæmt neytendakönnunum. En þá er horft til þátta eins og framleiðsluferlis, gæða, öndunareiginleika og verðs.“

Margt af topp íþróttafólki landsins sefur á Sleepy dýnu, þar með talið Arnar Pétursson hlaupari, Stefán Torfason sterkasti maður Íslands og Bjarki Pétursson golfari sem allir eru íslandsmeistarar í sínu sporti.

Einstakar verðlaunadýnur

Pétur ítrekar að hann hafi selt dýnur í fjölda ára og þetta sé langbesta dýnan sem hann hefur komist í tæri við. „Það sem gerir Sleepy dýnurnar einstakar er í fyrsta lagi reynslan. Þetta er 40 ára gamalt fyrirtæki. Dýnurnar eru framleiddar í Vestur-Evrópu þar sem mikið eftirlit er með gæðum og þekkingin sem hefur skapast hjá fyrirtækinu í framleiðslu á heilsudýnum er verðmæt,“ segir hann.

Í dýnunni er laser skorið gormakerfi sem gerir öndunareiginleikana frábæra. „Það leiðir til þess að dýnan er einstaklega endingargóð. Einnig er mikið lagt í ysta lag dýnunnar sem er hannað með litlum microfiberpokum sem grípa raka frá líkamanum og minnka innleiðingu raka í dýnuna sjálfa. Ysta laginu er svo hægt að renna af og þvo á 60 gráðum.“

HM Leikurinn er í gangi frá deginum í dag, 11. janúar til og með 22. janúar og Pétur hvetur fólk til að nýta tækifærið og fjárfesta í betri svefni hjá sleepy.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum