fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Kynning

Einn öflugasti skilaréttur sem þekkist á Íslandi

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. nóvember 2022 08:30

Það er einfalt og þægilegt að skila gjöfum úr ELKO gegn inneignarnótu eða endurgreiðslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir geta þurft að skipta eða skila jólagjöf, fái fólk til dæmis sama hlutinn að gjöf úr tveimur áttum. Rúmur skilafrestur ELKO eykur ánægju bæði þeirra sem gefa og þiggja því sá sem fær á auðveldara með skilin og sá sem gefur veit að hann hefur ekki skilyrt þann sem fékk gjöfina í skilastress milli jóla og nýárs.  

Líkt og fyrri ár býður ELKO viðskiptavinum framlengdan skilarétt á jólagjöfum til 31. janúar 2023. Jólaskilamiðar voru teknir í notkun um miðjan október síðastliðinn og því er um allt að 100 daga skilarétt að ræða fyrir þá sem keyptu jólagjafirnar snemma. Með rúmum skilarétti sýnir ELKO að það er viðskiptavinurinn sem skiptir öllu máli, en fátítt er að fyrirtæki bjóði viðskiptavinum jafn öflugan skilarétt og ELKO gerir.

Samkvæmt jólakönnun ELKO 2022 hafa 52% landsmanna lent í því að fá tvær eins jólagjafir sömu jólin.

Einfalt og þægilegt að skila 

„Alla jafna bjóðum við 30 daga skilarétt á vörum og 30 daga verðöryggi. Öflugur skilaréttur í kring um jól gefur hins vegar öllum rými til að slaka og njóta án þess að þurfa að skila jólagjöfum í stressi. Við viljum að allar gjafir hitti í mark og þess vegna geta viðskiptavinir bæði opnað og prófað jólagjafirnar sínar sem keyptar eru í ELKO,“ segir Jónína Birgisdóttir þjónustustjóri ELKO.

Kjósi fólk að skila eða skipta og varan er komin á útsölu eða verð hennar hefur lækkað þá gefur ELKO út inneignarnótu eða endurgreiðir mismuninn á upprunalegu verði. Þá má benda á að inneignarnótur og gjafakort ELKO renna aldrei út. „Það sem skiptir viðskiptavini okkar máli skiptir okkur máli og því viljum við standa okkur sérstaklega vel þurfi fólk að skipta eða skila jólagjöf,“ segir Jónína.

Jónína Birgisdóttir, þjónustustjóri ELKO.

Jónína bendir á að ferlið tengt skilavörum og endursölu þeirra sé afar gott hjá ELKO. „Eftir að vöru er skilað förum við yfir hana til að tryggja að hún sé í lagi og svo fer hún alla jafna aftur í sölu á lægra verði. Þetta ferli hefur gefist mjög vel og viðskiptavinir almennt ánægðir, hvort sem þeir hafa skilað vöru eða keypt yfirfarna B-vöru á lægra verði.“ Um leið er rétt að árétta að raftæki sem borið geta smithættu, líkt og rakvélar og önnur slík tæki, fara ekki í endursölu.

Vaxandi þróun netverslunar

Jónína segir ELKO leggja kapp á að bjóða upp á bestu þjónustuna sem völ er á. „Með því að vera traustur ráðgjafi á raftækjamarkaðnum, bjóða samkeppnishæf verð, rúman skilarétt og góða eftirkaupaþjónustu stefnum við á að eiga ánægðustu viðskiptavinina á raftækjamarkaðnum,“ segir hún og bætir við að fyrirtækið sé einstaklega stolt af þeim árangri náðst hafi í þjónustu síðustu ár.

„Við sjáum að viðskiptavinir kaupa jólagjafir í meira mæli í gegnum vefverslunina okkar og sumir nýta afsláttardaga til að klára þar jólagjafirnar á einu bretti, en í greiðsluferlinu er hægt að óska eftir jólaskilamiða á vörur,“ segir Jónína. Í vefverslun ELKO, sem er ein stærsta vefverslun landsins, er hægt að finna fjölbreytt úrval gjafa fyrir alla aldurshópa. „Við viljum að viðskiptavinir okkar sem kaupa jólagjafir á netinu geti gengið út frá því að hægt sé að skila vörunum ef nauðsyn krefur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
10.10.2022

Kristín Sif uppgötvaði leyndarmálið: Húðin aldrei verið betri!

Kristín Sif uppgötvaði leyndarmálið: Húðin aldrei verið betri!
Kynning
03.10.2022

Afmælishátíð SÁÁ á miðvikudagskvöld: Frítt inn á meðan húsrúm leyfir

Afmælishátíð SÁÁ á miðvikudagskvöld: Frítt inn á meðan húsrúm leyfir
Kynning
19.09.2022

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!
Kynning
16.09.2022

Háklassa snyrtivörur á Boozt á enn betra verði

Háklassa snyrtivörur á Boozt á enn betra verði
Kynning
02.06.2022

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins
Kynning
05.05.2022

Bauhaus fagnar 10 ára afmæli í dag!

Bauhaus fagnar 10 ára afmæli í dag!