fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Formal Stúdentshúfur: „Lækkuðum verð um 40%“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 14. mars 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Formal Stúdentshúfur var stofnað árið 2008 af þremur nýstúdentum sem fannst verð á útskriftarhúfum alltof hátt og að tími væri kominn á virka samkeppni á þessum markaði, en áratugum saman sat sama fyrirtækið að öllum markaðnum án nokkurrar samkeppni.

Ingimar Ísaksson, einn eigenda. Mynd: Eyþór Árnason.

Formal kom eins og ferskur andblær inn á markaðinn og lækkaði strax verð á útskriftarhúfum um 40% og var því vel tekið af útskriftarnemendum. Síðastliðin 12 ár höfum við því veitt samkeppnisaðilum okkar mikið aðhald og haldið niðri verði á þessum mikilvæga lið hverrar útskriftar. Formal hefur alla tíð verið leiðandi á markaðnum þegar kemur að vörunýjungum tengdum útskriftarhúfum. Áður hafði einungis verið seld ein útfærsla af stúdentshúfum, en með tilkomu Formal gátu útskriftarnemar fengið ártalshnappa í húfurnar, nafnabróderingu í húfukoll, útskriftarglös með nafni og margt fleira til þess að gera útskriftarhúfuna að enn fallegri og eigulegri grip. Einnig bjóðum við upp á barmmerki flestra skóla, sem hægt er að næla í húfu eða barm.

Mynd: Eyþór Árnason

Að sögn Ingimars Ísakssonar, eins eigenda Formal, „þá er stærsta breytingin sem við höfum gert á útskriftarhúfunum að styrkja hana að ofan þannig að hún haldi lögun sinni og sitji fallegar á höfði útskriftarnema. Eftir að hafa skoðað hundruð ljósmynda af útskriftarnemum, var húfan oftar en ekki mjög aflöguð og krumpuð á höfði nemenda sem okkur fannst mjög óspennandi. Það vildum við laga og bæta. Þessi breyting hefur mælst mjög vel fyrir hjá útskriftarnemum og er þessi lögun húfunnar orðin sérstaða okkar. Áætlað er að um 3.000–3.500 nemendur útskrifist í vor úr hinum ýmsu menntaskólum um land allt. Með húfu frá Formal mun útskriftarnemandinn því líta vel út á öllum þeim fjölda ljósmynda sem alla jafna eru teknar á þessum ánægjulega degi.“

Mynd: Eyþór Árnason

Formal býður upp á allar gerðir útskriftarhúfa sem notaðar eru á Íslandi. Húfan er framleidd eftir íslenskri hönnun og er mikið lagt upp úr þægindum, efnisgæðum og saumaskap. „Húfurnar koma í 14 stærðum og eru í grunninn eins gerðar, með mismunandi lituðum kollum. Vínrauðir kollar fyrir iðnnema, fjólubláir fyrir Keili, gráir kollar fyrir starfsbraut og hvítir fyrir stúdenta. Að okkar mati á að vera hægt að nýta húfurnar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Sumir fara í fleiri en eitt útskriftarnám og í mörgum tilfellum samnýta systkini húfurnar. Sáraeinfalt er að skipta út húfukollum í stað þess að kaup nýja húfu, og við bjóðum upp á slíka þjónustu fyrir okkar viðskiptavini.“

Formal býður upp á sérstaka pakka þegar kemur að kaupum á útskriftarhúfum. Bronspakki, Silfurpakki, Gullpakki og Platínumpakki. Pakkarnir innihalda allir útskriftarhúfu og mismikið af skemmtilegum aukahlutum sem gera útskriftardaginn enn eftirminnilegri. „Ódýrasti pakkinn hjá okkur er Bronspakkinn sem kostar 8.490 og svo hækka pakkarnir í verði eftir því sem fleiri aukahlutum er bætt við. Svo eigum við að sjálfsögðu útskriftarhúfur á lager fyrir þá sem eru á síðustu stundu að ákveða sig hvort þeir vilji húfu eður ei. Við getum útvegað húfu með allt að klukkustundar fyrirvara, en ef fólk vill láta bródera í kollinn tekur það aðeins lengri tíma.“

Mynd: Eyþór Árnason

Við svörum fyrirspurnum og tökum við pöntunum einstaklinga og hópa á vefsíðu okkar formal.is, í tölvupósti: formal@formal.is, á Facebook síðu okkar eða í síma 555-7600 og auk þess erum við með verslun í Sundaborg 5, en opnunartíma er hægt að sjá á vefsíðu okkar. Einnig er hægt að finna okkur á Facebook-síðunni: Formal stúdentshúfur  og á Instagram @formal.studentshufur

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum