Fimmtudagur 21.nóvember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Vistvera: „Íslendingar eru klárlega tilbúnir fyrir umhverfisvænni lífsstíl“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru stöðugt að færa sig yfir í umhverfisvænni lífsstíl. „Við sjáum mikla fjölgun í búðinni með hverjum mánuði og ég fæ reglulega spurningar frá viðskiptavinum hvort það sé ekki að ganga vel. Fólk vill hafa þennan kost. Einnig finn ég fyrir mikilli eftirspurn hjá viðskiptavinum okkar eftir að geta keypt matvöru í lausu. Ég held að þeir sem eru eitthvað að hugsa í umhverfisvernd séu meira en tilbúnir að skipta plastumbúðunum sínum út og vilja í raun geta gert það á sem flestum sviðum lífsins,“ segir Melkorka María Brynjarsdóttir, verslunarstjóri Vistveru.

„Vinsælustu vörurnar okkar eru klárlega uppþvottaburstarnir, tannkremstöflurnar, sjampóin og Thinx nærbuxurnar. Skaftið á öllum uppþvottaburstunum okkar er úr viði og hárin úr plöntutrefjum eða hrosshárum. Ef burstinn endar í náttúrunni, brotnar hann því alveg niður. Tannkremstöflurnar eru framleiddar í samstarfi við tannlækna í Þýskalandi. Þær eru umbúðalausar og lausar við öll aukaefni. Annar kostur við töflurnar er að maður nær alltaf að nota allt tannkremið, en í hefðbundnum tannkremstúpum fara að meðaltali 11 grömm af tannkremi í ruslið hverju sinni sem næst ekki úr túpunni. Þar að auki er um 50% af innihaldi klassíska tannkremsins vatn. Sjampóin okkar eru flest í stykkjum en þau eru öll alveg laus við paraben, súlföt, SLS, þvagefni og annars konar aukaefni. Þetta er allt úr náttúrulegri sápu sem strípar ekki hárið af náttúrulegu olíum og fer vel með hárið, svo ekki sé á nefnt hvað stykkin endast ótrúlega lengi. Eitt sjampóstykki endist á við 2–4 sjampóbrúsa!“

 

Túrnærbuxur sem veita öryggi

Think túrnærbuxurnar verða sífellt vinsælli en um er að ræða byltingarkennda vöru sem er eins og dömubindi í nærbuxum. Hægt er að nota þær einar og sér eða með álfabikarnum eða túrtöppum. „Uppháhaldið mitt varðandi Thinx, fyrir utan að þær eru fjölnota, er að ég hef aldrei lent í því að það leki neitt framhjá þannig að þær veita mér mjög mikið öryggi.“

 

Umbúðarlausar vörur

Vistvera selur fjölda umbúðarlausra vara. Fólk kemur með eigin ílát, fyllir á og borgar eftir þyngd. „Við erum alltaf að bæta við úrvalið í áfyllingarvörum. Eins og er bjóðum við upp á tannkremstöflur, handsápu, uppþvottalög, grænsápu, edik, matarsóda, sjampó, hárnæringu, sturtusápu, þvottasápuflögur, andlitsolíu, andlitshreinsir, serum, næturkrem og verkjaolíu. Á næstunni munum við bjóða vörur frá Fill Ísland.“

 

Umhverfisvæn og hagkvæm lausn

Margir hafa heyrt af undravöru einni sem fæst hjá Vistveru. Um er að ræða náttúrulegar sápuskeljar sem koma í staðinn fyrir þvottaefni í þvottavélina. „Þetta er þurrkað aldin af plöntunni Sapindus Mukorossi sem vex á Indlandi og í Nepal og hefur verið notað þar í hundruð ára. Þú setur um fimm hnetur í lítinn bómullarpoka sem fer inn í tromluna með þvottinum. Skeljarnar leysa frá sér náttúrulega sápu sem þvær þvottinn. Hægt er að nota hvern umgang nokkrum sinnum, en fjöldi skipta fer eftir hitastigi. Sjálf þvæ ég allan minn þvott á 30°C og þá er hægt að nota umganginn í fimm vélar. Því hærra hitastig, því sjaldnar er hægt að nota umganginn. Ef þvegið er á 90 má nota umganginn einu sinni. Skeljarnar eru 100% náttúrulegar og brotna alveg niður í náttúrunni. Þær mega því fara í moltu, lífrænt rusl eða almennt rusl. Sápuhneturnar skila þvottinum lyktarlausum, sem margir sækjast eftir, en ef maður kýs að hafa ilm af þvottinum má bæta nokkrum dropum af ilmkjarnaolíu í skeljapokann. Við seljum skeljarnar í lausu en einnig í 1 kílós pokum sem duga að meðaltali í 480 þvotta og líka 500 gramma pokum sem duga í helmingi færri þvotta. Hér er augljóslega um að ræða afar umhverfisvæna og hagkvæma lausn.“

Mynd: Eyþór Árnason

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni vistvera.is

Vistvera er staðsett í Grímsbæ, Efstalandi 26, 108 Rvk.

Fylgstu með á Facebook: Vistvera

Instagram: Vistvera.is

Sími: 537-8478

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim

Falinn gimsteinn í Kolaportinu: Skartgripir úr smiðju Sigal Har-Meshi eiga aðdáendur allan heim
Kynning
Fyrir 1 viku

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt
Kynning
Fyrir 1 viku

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums

Vinnur með þjóðararfinn og íslenska náttúru í fallegri hönnunarlínu Krums
Kynning
Fyrir 1 viku

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!

Íslendingar velja endurnýttar jólagjafir fyrir umhverfið!
Kynning
Fyrir 2 vikum

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!

11 þúsund miðar seldir á Kardemommubænum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!

Raftækjadagar í Byggt og búið: 10-50% AFSLÁTTUR Á ÖLLUM RAFTÆKJUM!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!

Íslenskur hamborgari á lista yfir bestu borgara heims!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember 

Atómstöðin – endurlit, frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins föstudaginn 1. nóvember